is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39221

Titill: 
  • Tölvuleikjatónlist : þróun og vinnuumhverfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um tölvuleikjatónlist sem fag og það sem fellst í því að reyna búa til ánægjulega upplifun fyrir þann sem spilar. Þá er farið lauslega í gegnum sögu tölvuleikjatónlistar og skoðað þær takmarkanir sem að tónskáld glímdu við sökum tækninar. Síðan er skoðað hvernig tónlist má finna í tölvuleikjum, og hvernig hún breyttist eftir því sem að upphaflegu tæknitakmarkanir tilheyrðu fortíðinni. Greint verður frá áhrifum kvikmyndatónlistar á tölvuleikjatónlist og skoðað nokkur dæmi. Einnig hvernig tónlistin er innleidd (e. implimented) í leikinn með aðstoð milliliðaforrita (e. middleware) og þær aðferðir sem að notast er við til aðlögunar á tónlistinni miðað við ákvarðanir spilarans (e. adaptive music). Svo er kynnt hvernig tölvuleikjaiðnaðurinn virkar með áherslu á hljóð og hvernig samstarf tónskáld og hljóðhönnuðir telja líklegt til árangurs. Tekið var viðtal við Viktor Inga Guðmundsson og Helgu Sóllilju Sturludóttur Waage sem starfa hjá Myrkur games til að fá innsýn í þeirra vinnu. Helstu niðurstæður eru þær að tölvuleikir eru gríðarlega flókið fyrirbæri til að setja saman og tónlistinn eftir því. Því þarf tónskáldið helst að hafa þekkingu á forritun til þess að geta innleitt (e. implement) tónlistina sjálfur. Einnig sést það að eftir því sem að flækjustig eykst er þörfinn á nánu samstarfi og góðum samskiptum meiri.

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39221


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_Karl_M_Bjarnarson.pdf333,24 kBLokaður til...26.12.2030HeildartextiPDF
Vidtal_V_og_H.pdf169,16 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Það er hægt að biðja um aðgang að ritgerðinni með því að senda beiðni á karl18@lhi.is.