is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39223

Titill: 
  • „Musicus-Fusker“ : um íslenska danstónlist á 19. öld.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gömlu dansarnir á Íslandi (m.a. mars, ræll, vals, mazúrka, polki og skottís) og tónlistin sem fylgdi þeim, hafa hingað til verið lítið rannsökuð. Innreið gömlu dansanna er hægt að rekja til síðari hluta 18. aldar og um sama leyti fóru kaupstaðir að temja sér skemmtanalíf að danskri fyrirmynd. Þessi ritgerð fjallar um undirleik á dansleikjum á 19. öld. Klúbburinn í Reykjavík var aðal vettvangur skemmtanalífs á fyrri hluta 19. aldar, síðan fara áhrif Reykjavíkurskóla á bæjarbraginn að verða áberandi. Ferðasögur erlendra ferðamanna sem lýsa dansleikjum og ævisögur merkra Íslendinga sem stunduðu dans og undirleik verða skoðaðar. Spilað var á fiðlur, flautur, lírukassa, langspil, bumbu (trumba, tromma), harmonikkur og píanó en þegar hljóðfæri vantaði þá söng fólk danslagavísur eða trallaði fyrir dansinum. Heimildir sýna að hljómsveitir (lúðrasveitir) á skipum komu hingað og héldu jafnvel böll um borð í skipunum eins og á Þjóðhátíðinni 1874. Fólk spilaði lengi „villt spil“ eða eftir eyranu og um 1860 voru mörg „villt lög“ (lög með óþekktan erlendan uppruna) orðin nokkurs konar þjóðlög. Á síðasta aldarfjórðungnum verða konur líka áberandi undirleikarar og má þar nefna píanóleikarann Önnu Pjeturs.

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39223


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Musicus-Fusker B.Mus. Ritg. Karl F. Hjaltason (3).pdf404.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna