is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39225

Titill: 
  • Högna Sigurðardóttir : sundlaugin sem ekki varð.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Högna Sigurðardóttir arkitekt var fyrsta konan í stétt arkitekta til þess að teikna hús hér á landi svo vitað sé. Þó að hús Högnu á Íslandi séu ekki mörg eru þau einstök og verðmæt. Hún ruddi nýjum og framsæknum hugmyndum braut. Eina opinbera bygging Högnu á Íslandi er Sundlaug Kópavogs. Högna gerði tvær tillögur að sundlauginni, 1962 og 1985. Upprunaleg tillaga Högnu frá 1962 hefur ekki verið rannsökuð áður. Í þessari ritgerð leitast ég við að varpa ljósi á fyrri tillögu Högnu sem var aðeins byggð að hluta. Ég set verkið í listrænt samhengi við stefnur og strauma í byggingarlist á þessum tíma. Ég ber það jafnframt saman við seinni tillöguna frá 1985 til að sýna hvernig áherslur í byggingarlist Högnu þróuðust yfir 20 ára tímabil. Auk frumteikninga af sundlauginni byggi ég rannsókn mína á óbirtum sendibréfum og ýmsum gögnum sem varðveitt eru á Héraðsskjalasafni Kópavogs, Borgarskjalasafni Reykjavíkur og Hönnunarsafni Íslands. Einnig átti ég samtöl við arkitekta, og las áður ritaðar og óritaðar heimildir, auk blaða- og tímaritsgreina. Færð verða rök fyrir því að báðar tillögurnar hafi hvor á sinn hátt verið einstæðar og ólíkt öðru sem hafði verið gert hér á landi, en meira í tengslum við nýjustu alþjóðlega strauma í samtímarkitektúr. Í upprunalegu tillögu Högnu að sundlaugarbyggingunni birtast ef til vill í fyrsta skipti á Íslandi grunnkenningar í nútíma arkitektúr sbr. Le Corbusier og Villa Savoy. Þegar fyrri tillagan að sundlauginni er borin saman við þá seinni má lesa ákveðna listræna þróun. Frá frumherjum nútímaarkitektúrs í Evrópu til greinilegra norrænna áhrifa og japanskra áhrifa frá arkitektúr Tadao Ando.

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39225


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KatrinHeidar_ritgerdBA_2020.pdf7.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna