is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39229

Titill: 
  • Hin persónulega saga í sviðslistum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hin persónulega saga í sviðslistum er viðfangsefni þessarar ritgerðar þar sem markmið er að skoða hvernig listafólk hér á landi vinnur með persónulegar sögur fólks í verkum sínum. Sérstök áhersla er á siðferði og hvaða siðferðilegu spurningar sviðslistafólk getur staðið andspænis í ferlinu og rýnt var í þrjú íslensk verk, Flóð, Hún pabbi og Sóley Rós ræstitæknir og rætt við þrjá listamenn Björn Thors, Hannes Óla Ágústsson og Maríu Reyndal um þeirra reynslu á þessu sviði. Ritgerðin skiptist í þrjá kafla og byggir að mestu leyti á bók Clark Baim, Staging the Personal – A Guide to Safe and Ethical Practice sem kom út 2020. Í fyrsta kafla er greint frá hugtakinu leikhús hinnar persónulegu sögu, einkenni sjálfsævisögulegra verka og heimildaverka og umfjöllun um verkin þrjú og kveikjuna að þeim. Hvað þarf að hafa í huga er tekið fyrir í öðrum kafla með áherslu á siðferði og tilgang, hver hann var í sýningunum og áhrifin að deila sögu sinni í viðtölum. Í þriðja kafla er kastljósinu beint að því hvaða siðferðilegu spurningar og áskoranir listafólkið mætti í ferlinu og hvaða viðbrögð verkin fengu. Niðurstöður sýna að sviðsetning hinnar persónulegu sögu hafði jákvæð áhrif á fólkið sem deildi sögum sínum í verkunum þremur. Á sama tíma krefst það mikils af listafólkinu hvernig það stóð að undirbúningi og framkvæmd og vann verkin. Verkin voru ólík að umfangi og reyndu mis mikið á fólkið sem deildi sögu sinni í viðtölum. Þær siðferðilegu spurningar sem mættu listafólkinu voru af svipuðum toga, sem þurfti að vega og meta í öllu ferlinu til þess að valda þátttakendum og þeim sem tengdust sögunni ekki skaða og friðhelgi einkalífs fólks væri virt. Viðbrögð áhorfenda voru jákvæð og í sumum tilfellum hreyfðu verkin mjög mikið við fólki og áttu sinn þátt í að stuðla að breytingum innan heilbrigðiskerfisins sem dæmi.

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39229


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KDK_lokariterd_LHI_svidshofundabr_2021_lokautg.pdf635.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna