is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39234

Titill: 
  • Munur á hlaupatölum á grasi og gervigrasi : eftir leikstöðum í knattspyrnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsóknar ritgerð skoðar mun á hlaupatölum hjá knattspyrnu liði á grasi og gervigrasi eftir leikstöðum. Á íslandi er almennt spilað á annað hvort grasi eða gervigrasi. Gras á sér lengri sögu í knattspyrnu samanborið við gervigras sem er nýrra og ekki er langt síðan að leyft var að spila keppnisleiki á því undirlagi. Niðurstöður úr rannsókninni voru skoðaðar út frá, heildarvegalengd mælt í fjölda km, háákefðar sprett vegalengd sem eru á hraðanum yfir 19,8 km/klst mælt í metrum. Hversu marga háákefðar spretti leikmenn tóku og svo hámarkshraði leikmanna mælt í km/klst. Þátttakendur í þessari voru leikmenn í liði í efstu deild karla í knattspyrnu, alls voru það 21 leikmenn sem tóku þátt og eru þeir á aldrinum 17-34 ára. Þegar niðurstöður voru skoðaðar út frá leikstöðum mátti sjá að leikmenn voru almennt að ná betri hlaupatölum á gervigrasi. Þegar allur hópurinn var skoðaður sem heild og borið saman við gras og gervigras, má sjá að gervigras var með betri niðurstöður í öllum hlaupatölunum. Helstu álýktanir sýna okkur að leikmenn í þessu liði voru að hlaupa hraðar og meira á gervigrasi. Áhugavert væri því að fylgja þessari rannsókn á eftir, með fleiri leikmönnum úr mismunandi liðum og sjá hvort að niðurstöðurnar sýndu það sama.

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39234


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Munur á hlaupatölum á grasi og gervigrasi eftir leikstöðum í knattspyrnu .pdf488,17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
asagudny_2021-06-07_10-28-45.pdf426,5 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Skjal með heitið asagudny er fylgi skjal vegna lokunar á ritgerð. en hún á að vera lokuð til 01.05.2023