Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39237
Í þessari ritgerð skoða ég hvaða atriði hafa áhrif á áhuga ungra barna í tónlistarnámi og hvað stýrir því að sumum nemendum gengur vel en ekki öðrum. Skiptir máli að finna rétta hljóðfærið eða hafa rétta kennarann? Eru greind, líkamlegir yfirburðir eða áhugi lykilatriði í velgengni barna í tónlistarnámi?
Til þess að fá svör við þessu tók ég viðtöl við fimm hljóðfærakennara sem hafa mikla reynslu af kennslu á sínu hljóðfæri. Spurt var meðal annars út í það hvernig hljóðfæraval fer fram í þeirra skólum, áhugahvöt nemenda, líkamlega yfirburði á hljóðfæri og fyrirmyndir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_final-KristóferHlífar.pdf | 359.97 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |