is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39241

Titill: 
  • Bandarísk tónlist : ballaðan um Baby Doe
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bandaríkin eru sennilega ekki ofarlega í huga flestra þegar umræða um klassíska tónlist ber á góma. Þeirra sterkustu tónlistarstefnur eru án efa blús-, djass- og sveitatónlist. Það má segja að klassísk tónlist, og þá sérstaklega óperuformið, sé innflutt listgrein. Innflytjendur flykktust til Bandaríkjanna í milljónatali á árunum 1880-1920 í leit að betra lífi. Fjölbreyttur hópur fólks allsstaðar að úr heiminum hafði óneitanlega í för með sér margvísleg áhrif á lífið og menninguna í landinu, tónlistina þar á meðal. Tónskáld á borð við Arnold Schönberg, Antonín Dvořák og Igor Stravinsky bjuggu allir um tíma í Bandaríkjunum og höfðu áhrif á bandarísk tónskáld. Úr varð að bandarísk tónlist sveiflaðist í margar áttir. Á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina fjölgaði bandarískum óperum og eru flestar af þekktustu óperum Bandaríkjamanna samdar á þeim tíma. Klassísk bandarísk tónskáld tóku að flétta ný áhrif inn í sinn hefðbundna americanastíl. Meðal þeirra er tónskáldið Douglas Moore en hann samdi eina ástsælustu óperu Bandaríkjamanna, Ballöðuna um Baby Doe. Óperan er byggð á sannsögulegum atburðum og eiga sögupersónurnar sér allar stoð í raunveruleikanum. Sagt er frá lífi þeirra Horace Tabor, Augustu Tabor og Baby Doe, vegferð þeirra að miklu ríkidæmi, ástum og svikum og grimmum örlögum. Hér verður fjallað nánar um Ballöðuna um Baby Doe.

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39241


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-lokaverkefni.pdf565.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna