is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39249

Titill: 
  • Að brjótast út úr vefstólnum : tilgangur vefstóls og vefnaðar í gegnum aldirnar og þróun hans inn í framtíðina
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vefnaður hefur lengi verið bundinn við hefðbundinn vefstól sem virðist oftar en ekki vera til trafala, bæði vegna stærðar og þeirrar tæknikunnáttu sem slíkur vefstóll krefst. Í þessari ritgerð verður skoðað hvernig vefnaður hefur þróast í gegnum aldirnar, frá því að vera nauðsyn á hverju heimili yfir í listform. Ólíkar tegundir vefstóla sem voru notaðir hér áður fyrr eru bornir saman við vefstóla í dag og skoðaðir kosti og galla út frá vinnuaðferðum og tækni. Einnig er skoðað hvernig vefnaður hefur brotist út úr vefstólnum og þannig opnað fyrir nýjar aðferðir og hugmyndafræði í vefnaði. Auk þess er hugað að því hvernig vefnaður í huglægu samhengi getur hjálpað til við að kortleggja umhverfið okkar og sjá hluti í nýju ljósi. Litið verður á sögu vefnaðar á Íslandi og skoðað hvernig birtingarmynd hans hefur breyst. Iðnaðarsaga vefnaðar verður einnig dregin fram og borin saman við þróun handvefnaðar sem átti sér stað samtímis. Þar sem fjöldaframleiðsla fór sístækkandi þurfti handiðnaður að finna nýjan tilgang því hann gat ekki keppt við framleiðslu verksmiðjanna. Tilgangur vefnaðar verður skoðaður út frá fortíðinni, þróun hans í samtímanum og pælingum um framtíð vefnaðar í síbreytilegi umhverfi samfélagsins. Notast verður við skrif íslenskra og erlendra fræðimanna um vefnað og ullariðnað á Íslandi sem og viðtal við vefarann Ásthildi Magnúsdóttur. Einnig er notast við heimildir frá greinum í dagblöðum og tímaritum tengd umfjöllunarefninu. Litið er á hönnunarverkefni sem sýna nýja birtingarmynd vefnaðar í samtímanum og skoðað verður út frá þeim hugmyndir þróun vefnaðar í framtíðinni. Við það að skoða breytilega birtingamynd vefnaðar í gegnum aldirnar kemur í ljós að vefnaður getur aðlagað sig að breyttum aðstæðum og fundið nýjan tilgang í takt við þróun tækninnar og umhverfisins. Þá verður vikið að mikilvægri þekkingu og sögu í vefnaði sem við getum lært af og nýtt okkur í framtíðarstörfum.

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39249


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
margretkatrin_ritgerdBA_2020.pdf655,09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna