en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3924

Title: 
 • Title is in Icelandic Nálgunarbann
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Ofbeldi innan veggja heimilis er veruleiki sem margar íslenskar konur búa við. Umræða um vandamálið hefur aukist síðustu ár og ýmislegt hefur verið gert í þeirri viðleitni að bregðast við því. Breytingar hafa verið gerðar á löggjöf og er úrræðið nálgunarbann meðal annars afrakstur af markvissri baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Tilgangur nálgunarbanns er ekki að refsa fyrir framin afbrot heldur veita fórnarlambi ofbeldis eða ofsókna skjóta vernd og fyrirbyggja frekari árásir.
  Ákvæði um nálgunarbann hafa verið í íslenskum lögum frá árinu 2000. Þau voru hins vegar tekin til endurskoðunar nýlega og ný lög um nálgunarbann nr. 122/2008 tóku gildi í janúar 2009. Í ritgerð þessari verður farið yfir helstu breytingar sem orðið hafa á ákvæðum um nálgunarbann á Íslandi. Skoðað verður í því samhengi hvaða annmarkar voru á hinum eldri ákvæðum um nálgunarbann og helsta gagnrýni sem fram kom á þau reifuð. Að lokum verður stuttlega fjallað um tengsl nálgunarbanns við mannréttindi og þær jákvæðu skyldur sem íslenska ríkið hefur samkvæmt 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu til þess að vernda friðhelgi einkalífs einstaklinga.
  Úrræðið nálgunarbann var lögfest í kjölfarið á áralangri vinnu sem fram fór á vegum stjórnvalda til þess að bregðast við og útrýma kynbundnu ofbeldi hér á landi. Það er því athyglisvert að spyrja hvort úrræðið nýtist sem slíkt fórnarlömbum heimilisofbeldis eða hvort ganga hefði þurft lengra þegar ákvæði um nálgunarbann voru endurskoðuð.

Accepted: 
 • May 6, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3924


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Steinunn_Bjorg_fixed.pdf250.94 kBOpenHeildartextiPDFView/Open