Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3925
Efni þessarar ritgerðar er áhættutaka í skaðabótarétti með áherslu á sögulega þróun reglunnar og reglna sem henni eru náskyldar. Ekki hefur verið fjallað mikið um áhættutöku almennt í íslenskum fræðiritum nema þá helst í kennsluritum eftir Viðar Már Matthíasson og Arnljót Björnsson. Einna helst hefur umfjöllun um áhættutöku í íslenskum rétti beinst að áhættutöku farþega sem tekur sér far með ölvuðum ökumanni.
Í umfjöllun minni byggi ég aðallega á bók Viðars Más og dönskum heimildum. Ástæðan fyrir því eru þær að fáar íslenskar heimildir er að finna um efnið og þau nánu tengsl sem eru með íslenskum og dönskum rétti.
Skoðaðar verða helstu reglur sem tengjast reglum um áhættutöku og hvernig þær hafa tekið breytingum frá sinni upphaflegu mynd. Litið verður til reglna Rómarréttar sem og þjóðveldisaldar til að varpa ljósi á uppruna reglunnar. Að lokum verður skoðuð þróun áhættutöku seinustu misseri og þeim nýlegu breytingum sem hún hefur tekið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
sara_sigridur_2_fixed.pdf | 265,18 kB | Lokaður | Heildartexti |