is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39253

Titill: 
  • Afrekskonur í knattspyrnu á Íslandi og hlaupavegalengdir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort munur væri á hlaupavegalengdum íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu samanborið við þátttökulönd á Heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu 2019. Einnig að skoða hvort munur væri á hlaupavegalengdum leikmanna íslenska kvennalandsliðsins eftir leikstöðum. Rannsóknin var megindleg þar sem töluleg gögn voru unnin í gagnasafn og greind tölfræðilega.
    Niðurstöður sýndu að heildarvegalengd íslenska kvennalandsliðsins var svipuð og hjá samanburðarlöndum. Kvennalandsliðið hjóp að meðaltali heildarvegalengdina 107,8 km í leik en samanburðarlöndin að meðaltali 109,3 km. Marktækur munur mældist á vegalengdum >23 km/klst á milli íslenska liðsins og þriggja efstu liðanna á mótinu (p=0,001). Í vegalengdum á hraðanum 19-23 km/klst var marktækur munur á meðtaltali Íslands, meðaltali liðs Bandaríkjanna (p=0,004) og liðs Svíþjóðar (p=0,017).
    Miðverðir komust marktækt yfir stystu vegalengdirnar sama á hvaða ákefðarstig var litið. Miðjumenn náðu yfir lengstu heildarvegalengd og vegalengd á hraðanum 13- 19 km/klst. Bakverðir og kantmenn hlupu að meðaltali lengri vegalengdir í hlaupum sem voru >19 km/klst en leikmenn í öðrum leikstöðum.
    Út frá rannsóknarniðurstöðum má álykta að íslenska kvennalandsliðið hafi ekki jafn mikla getu til hlaupa á hárri ákefð og efstu þjóðir heims. Gagnlegt væri að íslenska kvennalandsliðið hugaði sérstaklega að þeim þáttum sem snúa að sprettum og háákefðarhlaupum.

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39253


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afrekskonur í knattspyrnu á Íslandi og hlaupavegalengdir .pdf564,8 kBLokaður til...01.07.2031HeildartextiPDF
Beiðni.pdf395,16 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Læsa til 2031