is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39256

Titill: 
  • Leiðtoginn á hliðarlínunni : hvað einkennir afreksþjálfara?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Útdráttur
    Í eftirfarandi ritgerð verður varpað ljósi á hvað það er sem einkennir afreksþjálfara í íþróttum. Hvaða sameiginlegu þættir það eru sem gera þá að afreksþjálfurum og hvað það er sem greinir þá frá þjálfurum sem hafa ekki náð sama árangri. Rannsóknin var framkvæmd frá hausti 2019 til vorsins 2021. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem hún var talin henta best til að svara rannsóknarspurningunni. Þátttakendur voru sex íslenskir afreksþjálfarar, fjórir handknattleiksþjálfarar og tveir knattspyrnuþjálfarar. Fjöldi rannsókna hefur verið gerður um hvað það er sem einkennir afreksíþróttafólk og þáttur þjálfara frekar skoðaður út frá þörfum íþróttafólksins og áhrif þeirra á það en hvað það er sem gerir þjálfarana sjálfa góða. Þættir sem virðast einkenna afreksþjálfara öðrum fremur eru djúp þekking á íþróttinni, en flestir hafa þeir sjálfir verið afreksfólk sem leikmenn, mikil geta til að miðla þeirri þekkingu, gríðarlegur metnaður og sigurvilji, góð skipulagning æfinga og geta til að greina leik andstæðinganna.Ekki síst leiðtogahæfni og áhersla á almenn mannleg gildi svo sem vinnusemi, heiðarleika, samvinnu og fórnfýsi sem eiga ekki síður við utan íþrótta. Lykilorð: Afreksþjálfarar, mannleg gildi, þekking, skipulag, leiðtogahæfni

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39256


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
leiðtoginn skil.pdf426.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna