Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39259
Orðið melankólía er bæði margrætt og hlaðið og hefur í gegnum aldirnar verið notað í sálfræði, heimspeki, bókmenntum og myndlist svo eitthvað sé nefnt. Í þessari ritgerð mun ég leitast við að samræma ólíkar túlkanir á melankólíu við líkamlega úrvinnslu tilfinninga og reyna að komast að því hvers vegna ég virðist sjálf sækja í að vinna með melankólísk þemu í verkunum mínum. Í þeirri rannsókn mun ég skoða sögulegt samhengi melankólíu, gera fræðilega nálgun að henni og að lokum greina hvernig hún speglast í mínum eigin verkum og verkum annarra listamanna. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar styðst ég að miklu leyti við tvær greinar um efnið. Annars vegar „Melancholy in the arts“ eftir franska lækninn Christian Régnier og hins vegar „The Art of Medicine: Melancholy, Medicine, and the Arts“ eftir breska menningarsagnfræðinginn Erin Sullivan en báðar greinar fjalla um birtingarmyndir melankólíu í listum. Í öðrum hluta ritgerðarinnar mun ég skoða melankólíu út frá líkamanum og styðst þá annars vegar við niðurstöður rannsóknar hóps finnskra vísindamanna og hinsvegar heimspekilega nálgun dr. Thomas Fuchs. Í þriðja hluta ritgerðarinnar fjalla ég um mína eigin nálgun á melankólíu og tek þar til verkin Losing (Her Meaning) og Waiting (for Meaning) eftir listamanninn Marlene Dumas, en í þessum verkum fléttast saman tvö meginefni þessarar ritgerðar; það melankólíska og það líkamlega. Loks tek ég fyrir þrjú verk eftir sjálfa mig sem ég tel fela í sér mismunandi túlkanir á melankólíu, þau eru Sumar í sandkassa, Dyspepsia/Dysphoria og R.E.M.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Svart gall:Svartagull.pdf | 1.54 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |