is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39261

Titill: 
  • Fjórða Iðnbyltingin : áhrif og umsvif sjálfvirknivæðingar á hönnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjórða iðnbyltingin einkennist af aukinni sjálfvirknivæðingu í flestum kimum samfélagsins. Rétt eins og fyrsta iðnbylting, sem átti sér stað síðla 18. aldar, gjörbylti heiminum með tilkomu gufuvélarinnar, er sú fjórða í þann mund að bylta honum á ný með tilkomu gervigreinda og gagnanýtingar. Í þessari ritgerð verða áhrif og umsvif aukinnar sjálfvirknivæðingar athuguð, þá sérstaklega í samhengi við hönnunariðnað. Velt verður vöngum yfir því hvaða hlutverki hönnuðurinn muni koma til með að gegna í framtíð þar sem vélar virðast vera að sölsa undir sig fleiri og fleiri störf. Til þess verður leitast eftir því að skoða fortíðina til þess að betur varpa ljósi á framtíðina. Jafnframt verða skoðaðar samtímalegar heimildir fræðimanna, skoðanir og nýting tækninýjunga eins og gervigreinda og vélræns náms. Enn fremur verður tæknin krufin til mergjar svo betur gangi að skilja heim framtíðarinnar. Rýnt verður í möguleika þessarar tækni á sviði hönnunar, með tilliti til núverandi notkunar sem og tilvonandi eða fræðilegri notkun. Þrátt fyrir það að tækniframfarir fjórðu iðnbyltingarinnar geti mögulega boðið samfélaginu upp á marga góða kosti, þá er þó vísara að hafa varann á og kynna sér alla möguleika – góða og slæma. Hvernig stendur hinn mennski hönnuður að vígi móts vélgreind framtíðarinnar sem aldrei þreytist, svengist né þiggur laun? Er eitthvað sérstakt við manninn sem ekki verður hægt að líkja eftir með algrími?

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39261


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
maximeolson_ritgerdBA_2020.pdf782.75 kBLokaðurHeildartextiPDF