is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39266

Titill: 
  • Þræðir : um þróun vefnaðar á Íslandi sem tjáningarform og miðill
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vefnaður skipar stóran sess í sögu kvenna bæði hér á landi og um heim allan. Hér áður fyrr ófu formæður okkur nytjavefnað og var hann mestmegnis notaður til að prýða heimili. Vefnaður hefur lengi verið talinn til handverks og álitinn kvennamiðill. Á sjötta áratugi síðustu aldar mátti þó greina breytingar með listakonum eins og Ásgerði Búadóttur sem tók að nýta sér vefnaðinn sem tjáningarform listar og vefa myndlistarverk í anda þeirra breytinga sem áttu sér stað í myndheimi módernismans. Hún ruddi brautina fyrir komandi veflistakonur og má þar til dæmis nefna Hildi Hákonardóttur kvenréttindakonu og eina af forsprökkum Rauðsokkuhreyfingarinnar. Í kvennabaráttunni á sjöunda áratugnum tók hún þátt í því að upphefja vefnaðinn. Á þeim tíma urðu mörkin á milli hinna svokölluðu „fögru lista¬“ og handverks óljósari og í textíl voru hin hefðbundnu mörk milli handverks og myndlistar rofin og nýr listmiðill, myndvefnaður, varð til. Hildur notaði þennan nýja miðil til að koma pólitískum skilaboðum sínum á framfæri. Enn í dag er litið á vefnað og textílverk sem óæðri listir og eru það mestmegnis konur sem vinna í textíl. Konur eru hins vegar orðnar mun sýnilegri og farnar að nota þráðinn á frjálslegri máta og má það meðal annars þakka félagsskap kvenna eins og Textílfélaginu og Gallerí Langbrók. Með því að vinna með textílinn halda þær áfram að afmá mörkin milli lista og handverks og varðveita þennan menningararf sem tilheyrir langri sögu kvenna á Íslandi. Hér verður stiklað á stóru um þróun og gerð vefnaðar allt frá landnámi til okkar daga. Farið verður yfir langt tímabil og staldrað við á þeim stöðum sem máli skipta fyrir þróun vefnaðarins sem miðils og myndmálinu sem honum fylgir.

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39266


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ragnheidur_ritgerdBA_2020.pdf27.05 MBLokaðurHeildartextiPDF