is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39268

Titill: 
  • Áhrif COVID-19 á tónlistarlíf á Íslandi : samkomubann og streymistónleikar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er unnin upp úr rannsókn höfundar á áhrifum COVID-19 faraldursins á tónlistarlíf hérlendis frá upphafi samkomubanns fram á sumar 2020. Rýnt er í áhrifin sem faraldurinn hefur haft á helstu tónlistarstofnanir, tónlistarhátíðir og tónlistarhús þjóðarinnar auk þess sem fjallað er um tónlistarmenn sem starfa sjálfstætt í ýmsum geirum tónlistar. Um leið er fjallað um hvernig landsmenn hafa nýtt sér tónlist á þessum óvenjulegu og erfiðu tímum og hvernig þeir hafa tekið streymistónleikum. Vegna smæðar tónleikaiðnaðarins hérlendis gafst tækifæri til að öðlast skýra mynd af áhrifunum sem streymistónleikar hafa á áhorfendur og flytjendur og því er velt upp hvort streymistónleikar geti nýst áfram þegar aðstæður hér á landi verða komnar í eðlilegra horf. Höfundur tók viðtöl við forstjóra Hörpu, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands, tvo tónlistarflytjendur og tvo tónlistarunnendur. Einnig voru sendar út tvær spurningakannanir; önnur var almenns eðlis og snerist um hlustun og áhorf á streymistónleika á tímum samkomubanns en hin var sérstaklega ætluð tónlistarflytjendum, tónhöfundum og tónleikahöldurum. Ljóst er að heimsfaraldurinn og samkomubannið hafði slæm áhrif á tónlistarfólk fjárhagslega, sérstaklega það sem starfar sjálfstætt. Fáir gátu nýtt sér aðgerðir stjórnvalda og engar tekjur var að hafa af streymistónleikum. Streymistónleikar vöktu mikla lukku meðal landsmanna en virðast þó ekki geta komið í stað hefðbundinna tónleika, ef marka má niðurstöður kannananna, þar sem tónleikagestum líkar betur að upplifa tónleikana í eigin persónu og tónlistarfólki finnst betra að flytja tónlist fyrir fólk sem það sér og finnur fyrir.

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39268


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð B.Mus. RIJ pdf.pdf546.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna