Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39269
Í þessari ritgerð geri ég tilraun til að setja eigin listsköpun í listrænt jafnt sem samfélagslegt samhengi. Í leiðinni mun ég að varpa á ljósi á hvað það er sem tengir verkin saman og hvernig þau virka sem heild. Ég mun bera eigin listsköpun saman við verk annarra listamanna
sem hafa fjallað um svipað efni og mun þar að auki fjalla um menningarlega þætti sem hafa haft áhrif á eigin listsköpun, svo sem ljóð, kvikmyndir, samfélagslegar kröfur og heimsfaraldur. Til að undirstrika hugmyndafræðina sem liggur að baki verka minna styðst ég við skrif ýmissa fræðimanna sem kunna að veita frekari innsýn í ferlið. Ég hef valið fjögur verk sem ég mun fjalla um á ítarlegan jafnt sem persónulegan hátt, með það að markmiði að koma grunnþáttum verkanna til skila. Verkin sem ég mun taka fyrir eru Videoleiga (2017), Agi – þetta eru verðlaun fyrir að gera eitthvað sem þér langar kannski ekki að gera (2017), Eitt gult í einum grænum í einum rauðum (2020) og Lífið (2020). Öll eru þessi verk ólík, en þau fara allt frá því að vera fundnir hlutir yfir í gjörningaog þátttökuverk. Líta má á þessa ritgerð sem persónulega rannsókn til að komast til botns í eigin listsköpun og listsköpunarferli. Ég spyr sjálfan mig spurninga er varða tilgang verkanna, hvers vegna ég gerði þau, hvernig áhrif þau höfðu á eigin þroska og hvort þau séu listaverk yfir höfuð. Ég tel þessar spurningar nauðsynlegar, því þær veita nýja sýn á verkin og geta ef til vill opnað á nýjar leiðir fyrir mig til að túlka og sjá heiminn – enda er það mitt hinsta markmið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-Ritgerd.2021.robertristo.lhi.pdf | 1,17 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Greinagerð.sjálfsmyndúrsjálfummér.poddi.2021.pdf | 776,19 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |