en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/39272

Title: 
  • Title is in Icelandic GPS mælingar á knattspyrnumönnum í efstu deild karla á Íslandi : samanburður á leikmönnum sex liða
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið ritgerðarinnar var að rannsaka hvort líkamlegt þrek knattspyrnumanna hefði áhrif á lokastöðu sex liði í efstu deild karla á Íslandi. Einnig var markmiðið að kanna hvort líkamlegt þrek væri mismunandi eftir því hvaða leikstöðu þátttakendur spila. Rannsóknin var megindleg og þátttakendur voru 108 leikmenn í sex liðum í Pepsi Max deild karla árið 2020. Þrjú liðanna enduðu í neðri hluta deildarinnar og þrjú í þeim efri. Gögnum var safnað með GPS vestum sem leikmenn klæddust í leikjum. Frammistaða þátttakenda var flokkuð í heildarvegalengd, hlaup á hárri ákefð, spretti og spretti á hárri ákefð. Helstu niðurstöður voru þær að þátttakendur sem léku með liðum í neðri hluta deildarinnar standa sig betur í öllum mælingum sem framkvæmdar voru, nema heildarvegalengd spretta samanborið við liðin í efri hlutanum. Þó var aðeins marktækur munur á milli hópanna tveggja í heildarvegalengd hlaupinni í leik. Munur er á hlaupatölum leikmanna eftir leikstöðum en kantmenn skoruðu hæst í öllum mælingum sem rannsakaðar voru og miðverðir hlupu minnst þátttakenda í öllum mælingum. Niðurstöður gefa til kynna að munur er á frammistöðu eftir því hvaða leikstöðu leikmenn leika og hvar liðin sex enduðu í deildinni en þó eru ekki tengsl á milli aukinna hlaupa og betri lokastöðu í deildinni.

Accepted: 
  • Jun 15, 2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39272


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni .pdf556.92 kBOpenComplete TextPDFView/Open