is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3928

Titill: 
  • Upplifun og reynsla stjúpmæðra af hlutverki sínu. Eigindleg rannsókn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi BA ritgerð í uppeldis- og menntunarfræði fjallar um upplifun og reynslu
    stjúpmæðra af hlutverki sínu. Ritgerðin sem byggir á niðurstöðum eigindlegrar
    viðtalsrannsóknar segir frá fimm konum sem allar hafa reynslu af stjúpmóðurhlutverkinu
    og hafa þær verið stjúpur í mislangan tíma. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess
    að hluti af þeim erfiðleikum sem konurnar gengu í gegnum í hlutverki sínu sem stjúpur
    stöfuðu meðal annars af því að óraunhæfar væntingar þeirra í upphafi og kröfur
    umhverfisins stönguðust á. Stjúpunum leið oft eins og verið væri að ráðskast með þær og
    neikvæðar tilfinningar gerðu stundum vart við sig og ullu konunum samviskubiti. Þeir
    þættir sem virtust skipta mestu máli til að stjúpunum gengi vel var að hafa þekkingu á
    sérstöðu stjúpfjölskyldunnar, eiga gott samband við maka, gefa sér tíma til að kynnast
    stjúpbörnunum, hafa ákveðna fjarlægð gagnvart þeim og vera viðbót í lífi þeirra en ekki
    móðir.

Samþykkt: 
  • 6.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3928


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kolbrun_Hjalmtysdottir_fixed_fixed.pdf282,11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna