Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39284
Í þessari ritgerð verða hugmyndir kennismiðanna Carol S. Dweck og Albert Bandura kynntar. Þau hugtök sem lögð er áhersla á og fá mesta umfjöllun eru festu- og gróskuhugarfar (e. fixed og growth mindset), lært hjálparleysi (e.learned helplessness) og sjálfstiltrú (e. self efficacy). Athugað er hvaða áhrif þessi atriði hafa á nemendur, hvernig hægt sé að nýta þessar hugmyndir í kennslu ásamt því að skoða þær í samhengi við stöðu kvenna í tónlist á Íslandi.
Til þess að varpa frekara ljósi á stöðu kvenna í tónlist tók höfundur viðtöl við fjórar tónlistarkonur sem hafa reynslu bæði af rytmísku tónlistarnámi og því að vera virkir þátttakendur í íslensku tónlistarlífi.
Sú ályktun er dregin að breyta þurfi menningunni á markvissan hátt, gera konur sýnilegri í tónlist og hvetja þær til frekari þátttöku. Tónlistarskólakerfið er góður vettvangur til þess en í raun þurfa breytingarnar að eiga sér stað í samfélaginu öllu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_Sigrun_skil.pdf | 352.56 kB | Lokaður til...30.12.2141 | Heildartexti |