is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39285

Titill: 
  • Innihaldsríkt ævikvöld : skapandi afþreying og menning á hjúkrunarheimilum á Austurlandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um hvernig hægt er að auka skapandi starf og menningarstarf á hjúkrunarheimilum á Austurlandi. Listir, sköpun og menning eru beintengd auknum lífsgæðum og vellíðan. Skoðaðar verða rannsóknir á hvernig listir og menning geta bætt heilsu og dregið úr einkennum sjúkdóma. Greint verður frá helstu öldrunarkenningum og rýnt í lög um málefni aldraðra. Hjúkrunarheimili á Austurlandi eru sex talsins en einungis verða fimm skoðuð í ritgerðinni því svör bárust ekki frá því sjötta. Notast var við eigindlega aðferðarfræði og tekin voru viðtöl við ellefu stjórnendur og lykilstarfsmenn. Í viðtölunum var spurt út í viðhorf stjórnenda og starfsmanna til skapandi starfs og menningarstarfs og kannað var hverskonar afþreyingarstarf er í boði á heimilunum. Viðtöl voru í formi hálfopinna spurninga og áttu að kanna viðhorf stjórnanda og starfsmanna. Þau fóru fram í gegnum tölvupóst, síma og samtöl þegar höfundur ritgerðar fór í vettvangsferðir á hjúkrunarheimilin.
    Niðurstaða rannsóknarinnar var að mikilvægt er að ráða starfsfólk með þekkingu og færni til að sinna afþreyingu. Hæft starfsfólk sér betur möguleikana í starfi og getur því boðið upp á fjölbreyttara afþreyingarstarf. Hætta er á að afþreyingarstarf á hjúkrunarheimilum verði einhæft og innihaldslítið. Viðhorf stjórnenda til skapandi afþreyingar og menningarstarfs er einnig mikilvægt. Stjórnendur stýra því hvernig fjármagn, sem kemur til heimilisins, er nýtt og ef þeir telja innihaldsríka og fjölbreytta afþreyingu fyrir íbúa vera mikilvæga þá er slíkt frekar í boði.

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39285


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.mus.ed lokaskil.pdf408.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna