is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39286

Titill: 
  • Listin að tjá sig : að mæta tilfinningalegum þörfum barna í gegnum listsköpun.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um mikilvægi sköpunar fyrir tilfinningalegan og andlegan þroska barna. Leitast verður við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvaða tækifæri felast í víðtækari innleiðingu á aðferðum listmeðferðar í skapandi starfi með börnum? Meginefni ritgerðarinnar er áhersla á listmeðferð og farið er ítarlega í myndræna tjáningu barna. Lögð er áhersla á hugmyndafræði listkennara og listmeðferðarfræðinga og verða skemaskeið barna útskýrð með áherslu á sköpunarhæfni, tilfinningaþroska og stigskipta tjáningarmeðferð í listmeðferð eða ETC módelið. Framkvæmd var tilviksrannsókn þar sem viðfangsefnið er ungur drengur sem býr á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru skráðar í dagbók. Drengurinn var hvattur til listsköpunar í rannsóknartímum hjá mér í átta vikur og voru umræður okkar á milli, viðtal við foreldra barnsins og fræðiefni notað til þess að forma eftirfarandi niðurstöður: Að leggja stund á listsköpun, sama af hvaða tagi hún er, getur aukið getu til þess að leysa ýmis vandamál sem upp koma. Listsköpun ýtir undir sveigjanleika í hugsun sem sýnir að það eru til fleiri en ein lausn á vandamálum. Listsköpun getur þannig veitt börnum möguleika á að tjá sig á annan og dýpri hátt en áður þar sem hún opnar hug barna og gerir þau hæfari til að lesa og sitja með eigin tilfinningum.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract - This dissertation will address the importance of creativity for children's emotional and mental development. The following research question: What opportunities lie in the wider implementation of art therapy methods in creative work with children? will be answered. The main content of the dissertation is an emphasis on art therapy and a thorough examination of children's pictorial expression. Emphasis is placed on the ideology of art teachers, art therapists and children's schema will be explained, as well as emphasis on creativity, emotional development and The Expressive Therapies Continuum (ETC). A diary was kept in a case study with a young boy in the capital area. The boy worked on artistic creation for eight weeks and then the artworks, along with discussions, interviews with parents and academic material were used to reach the final conclusion; Engaging in artistic creation, no matter what its nature, increases the ability to solve various problems that arise. It promotes flexibility in thinking which shows us that there is more than one solution to problems. Art creation can thus give children the opportunity to express themselves in a different and deeper way than before, as it opens up, as previously stated, children's minds and makes them better able to read and live with their own feelings.

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39286


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Listin að tjá sig_Að mæta tilfinningalegum þörfum barna í gegnum listsköpun_Sól Hilmarsdóttir .pdf1.11 MBLokaður til...01.05.2140HeildartextiPDF