is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39288

Titill: 
  • Bláþræðir : birtingarmyndir og merkingar bláa litarins í menningu og orðræðu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Segja má að blár litur sé nánast alltaf í augsýn, hvort sem um er að ræða bláa ljósið sem skín af símaskjánum, bláar gallabuxurnar sem eru einn vinsælasti klæðnaður í heimi eða þegar við horfum upp í heiðbláa himininn, á blá firmamerki eða hafið. Ýmsar vísanir í bláan má einnig finna í orðaflaumi hversdagsins; þegar fjallað er um depurð: að vera blár, að eitthvað sé fráleitt: út í bláinn, að einhver sé auðtrúa: blásaklaus, eða bláeygur, eða um klámfengið efni: blá mynd. Markmið þessa verks er að greina hinar ýmsu merkingar og birtingarmyndir bláa litarins í menningu og orðræðu. Það er gert með því að taka fyrir fjögur litarefni sem hafa haft mikil áhrif á þróun bláa litarins, notkun hans og þær merkingar sem bendlaðar hafa verið við hann. Þá eru tekin fyrir dæmi um þverstæðukenndar huglægar merkingar litarins, hvaðan má rekja uppruna þeirra og hvernig þær birtast í dag. Í blálokin er merking bláa litarins í grafískri hönnun greind út frá nokkrum dæmum, þá aðallega notkun hans í firmamerkjum. Blái liturinn virðist vera í eðli sínu margslunginn og þverstæðukenndur, og eins og önnur fyrirbæri búin til af manninum þá er hann þegar öllu er á botninn hvolft ekkert annað en það: tilbúið fyrirbæri.

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39288


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
soleybartsch_ritgerdBA_2020.pdf36.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna