Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39291
Ljósmyndir spila lykilhlutverk í samskiptum nútímans vegna tilkomu stafrænna miðla, sem byggja á dreifingu myndefnis, og líffræðilegra eðlishvata okkar til þess að lesa úr sjónrænum upplýsingum umfram allt annað. Tækniöldin hefur fært okkur búnað sem gerir hverjum sem er kleift að hagræða myndum innan örfárra sekúndna með hjálp gervigreindar; eitthvað sem áður krafðist mikillar handavinnu og nákvæmni. Hverju getum við þá treyst í samfélagi sem þar sem ljósmyndum er óhóflega breytt af bæði valdamönnum, stórfyrirtækjum og hinum almenna borgara? Í ritgerðinni kortlegg ég sögu ljósmyndafölsunar, geri ég grein fyrir þróun tækni myndbreytinga og lýsi ég aðdraganda síðsannleikans. Ég styðst meðal annars við upplýsingar frá fyrrum starfsmanni leyniþjónustu Bandaríkjanna um hvernig falsmyndir voru notaðar í blekkingarskyni á stríðsárunum, framtíðarspár lagðar fram af heimspekingum, tölvunarfræðingum og fólki í hásettum stöðum samfélagsmiðla-iðnaðarins og viðtöl við trausta íslenska fjölmiðla um reglur og siðferðisleg mörk ábyrgra fjölmiðla og opinberra stofnana við notkun ljósmynda. Afleiðingar falsmynda er ekki mál sem ætti að taka léttilega. Dreifing slíkra ranghugmynda, sama hvort um sé að ræða pólitískan áróður eða glansmyndir sem stuðla að óraunhæfum staðalímyndum, sundra þjóðum og hafa vægðarlaus áhrif á geðheilsu manna. Því er mikilvægt að við grípum til aðgerða með hraði, svo við eigum ekki á hættu á að missa tengsl við raunveruleikann.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
SolveigMaria_ritgerdBA_2020.pdf | 8.36 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |