is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39294

Titill: 
  • Unga dramatíska röddin og vegferð hennar út í lífið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru ungar dramatískar raddir skoðaðar og að hvaða leiti þær eru frábrugnar léttari röddum hins klassíska söngheims. Einnig er farið yfir hvernig gott getur verið fyrir þá sem eru með þessa raddgerð að vinna með eigin rödd og hvað býður hins dramatíska söngvara eftir skólagöngu. Aðferð listrannsókna var beitt við þessa rannsókn og uppsetning rannsóknarinnar styðst við rannsóknarform 4R. Eigindlegar aðferðir voru notaðar við öflun upplýsinga. Tekin voru tvö viðtöl, annars vegar við söngkennarann Ryan Driscoll og hins vegar við hetjutenórinn Stuart Skelton. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að ég sem nemandi í mínu ferli hef komist að ýmsum upplýsingum sem hjálpa mér sem nemandi að læra inn á mína rödd sem dramatískur sópran. Þessar upplýsingar koma m.a. inn á loftflæði, þolinmæði, þroska raddarinnar og hvernig æskilegt er að leiðbeina stórum röddum eða meðtaka upplýsingar sem nemandi. Rannóknin lýsir persónulegu ferli en mun vonandi koma að góðum notum í samfélagi söngvara, söngnema og söngkennara í samhengi við söngtækni, söngkennslu og námsferil söngvara og þar sem þetta efni er ekki til aðgengilegt á íslensku, þ.e.a.s. rannsókn hjá nemanda með dramatíska rödd sem leitar svara og þekkingar. Það sem gagnast mér er t.d. að hafa vitneskjuna um að stórar raddir eru með stærri raddbönd en léttari raddir og að líkaminn, t.d. lungu, þurfa að þroskast að stærð raddbandanna. Jafnvægi loftflæðis og þolinmæði er með mikilvægustu verkfærum. Mikilvægt er fyrir nemendur með dramatískar raddir að finna lagaval við hæfi en byrja ekki of snemma að syngja of hálfeyga tónlist. Algengt er að dramatískar raddir byrji að syngja opinberlega eftir þrítugt og eiga þá eftir að halda áfram að þroskast næstu tvo áratugi en mikið af hlutverkum og verkefnum geta orðið á vegi þessara söngvara. Reynsla viðmælanda og aðrar heimildir sýna að kennsla með jákvæðu andrúmslofti býður uppá mestu framfaririnar.

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39294


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð LHÍ Word Steinunn 19 ágúst FINAL.pdf445.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna