is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39295

Titill: 
  • Listin sem verkfæri gegn eyðileggingarmætti mannsins
  • Drangi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni fjalla ég um verk mín og annarra listamanna sem vinna með rýmisverk og svipaðar hugmyndir. Ég skoða grunnþætti í verkum mínum og listhugsun með hjálp Rosalind Krauss, Roberts Morris, Moniku Wagner, Giuseppes Penone, Richards Long, Andra Snæs Magnasonar og fleiri hugsuða og leitast ég eftir að ná betri skilningi á mínum verkum. Fjallað er um hvernig rýmið, áhorfandinn og listhluturinn mynda samband sín á milli. Áhorfandinn skoðar rýmisverk með öllum líkama sínum og upplifir nýjar hliðar þess á því ferðalagi sínu. Þegar rýmisverk eru skoðuð er það ekki aðeins verkið sem skiptir máli heldur einnig rýmið sem það er í og þau áhrif sem verkið og rýmið hafa hvort á annað. Form og uppsetning rýmisverkanna virkja áhorfandann til líkamlegrar þátttöku og þróast verkið og áhorfandinn sameiginlega í rýminu. Fjallað er um verk mín og markmið þeirra sem ýmist eru gerð út frá almennum rýmishugmyndum og hinsvegar abstrakt nálgun á mannöldina og loflagsmál. Skoðað er hvernig fingrafar mannsins á náttúrunni vegna neyslusamfélagsins og inngripa hans í náttúruna birtist í verkum mínum og annarra listamanna ásamt bráðnun jökla heimsins. Í verkunum fléttast almennar rýmishugmyndir saman við huglægni og tilfinningalega upplifun áhorfandans. Með verkum mínum sækist ég eftir því að líta inn á við til að öðlast skilning á umheimi mínum og hugsunum. Með listaverki miðla ég upplifunum mínum, tilfinningum og skoðunum áfram til áhorfandans. Á þann hátt er hægt að nota listina sem verkfæri til að auka vitund á háskalegu ástandi Jarðarinnar. Með því að miðla ákveðnu hugarástandi til áhorfandans, líkt og vistfræðilegri sorg, hafa verkin hvetjandi áhrif á hann til að móta gildi sín og grípa til jákvæðra aðgerða fyrir hönd náttúrunnar.

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39295


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sunna Austmann-BA ritgerð-Listin sem verkfæri gegn eyðileggingarmætti mannsins.pdf8.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna