is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39302

Titill: 
  • Prima merch
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um fyrirbærið Opna tónlist (e. Open Music), útgáfutækni og hugmyndafræði þar sem lagt er upp úr því að gefa út hráefni tónlistarinnar; Stemmur (e. stems), MIDI-skrár, nótur og TAB-nótur, samhliða lokaútkomunni sem og einhvers ítarefnis. Saga fyrirbærisins er rakin auk þess sem hentugleika þess í nútímanum eru gerð skil. Kostir og gallar fjögurra miðla til útgáfu á opinni tónlist eru einnig ræddar, það eru miðlarnir Spotify, Patreon, Bandcamp og Xiami. Sagt er frá verkefni á vegum hljómsveitarinnar Agent Fresco þar sem þessi útgáfutækni er nýtt. Viðtal var tekið við Þórarinn Guðnason, gítarleikara og aðal lagahöfund hljómsveitarinnar, og Esther Ýr Þorvaldsdóttur, samstarfsmann hans og greint frá forsendum verkefnisins, framkvæmd þess, tilvonandi útgáfu og mögulegri framtíð. Þá eru möguleikar tækninnar fyrir íslenskt tónlistarlíf og samfélag ræddir, en helsti tilgangur þessa verkefnis er að nýta það sem kennslutól. Nemendur fái tækifæri til þess að hlusta á tónlistina en auk þess verður möguleiki á að lækka í tilteknu hljóðfæri og spila með hljómsveitinni rétt eins og þeir stæðu með þeim á sviðinu eða jafnvel í hljóðveri við upptöku. Þetta er nýsköpun í tónlistarkennslu og mun afurð verkefnisins bjóða nemendum upp á ný tól sem til þessa hafa ekki verið aðgengileg almenningi.

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39302


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Prima merch“.pdf341.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna