is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaverkefni / Final projects (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39303

Titill: 
  • Við bárum stigann
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Við bárum stigann var samið veturinn og vorið 2021 og í verkinu er notast við ljóð úr bókinni Kandsime redelit kaasas eftir eistneska ljóðskáldið Hasso Krull. Íslensk þýðing er eftir skáldið Birgittu Björgu Guðmarsdóttur. Verkið var samið fyrir Caput hópinn og hina frábæru söngkonu Tui Hirv.
    Ljóðin lýsa eitruðu sambandi tveggja einstaklinga. Sambandið einkennist af miklum sviptingum og skipta ljóðin um karakter á svipstundu. Eina stundina er sambandið brennandi heitt en þá næstu ískalt. Sambandið er í senn hljóðlátt og ærandi hátt. Ljóðin eru ögrandi og jafnvel erótísk á köflum. Þó fyrstu orðin séu bjóðandi þá eima þau bæði af spennu og undirgefni: „Komdu inn. / Komdu og stígðu / ofaná mig.“
    Viðhorf til tíma í verkinu er ekki rytmísk heldur er horft á tíma líkt og um rými væri að ræða. Af þessum ástæðum er ekki notast við taktstrik eða takttegundir heldur er tíminn gefinn með tímastimplum sem settir eru fram í jöfnum hlutföllum í raddskránni. Markmiðið með þessu er að veita flytjandanum frelsi til að túlka og tjá tónlistina með músíkölsku innsæi. Aðeins tvö nótnagildi eru gefin: stuttar og langar nótur og er það undir flytjendunum komið að koma þeim frá sér á þeim tíma sem gefinn er. Styrkleikamerkingar eru svo notaðar til að tákna frasamyndun. Tónefnið er tilkomið af útreikningum með spectral aðferðum og er hver tíðni svo námunduð að næsta kvarttóni.

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39303


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
VBS - finale.pdf29.51 MBOpinnRaddskráPDFSkoða/Opna
Þórður - BA greinargerð.pdf176.85 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna