is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39305

Titill: 
  • Spunafærni í teikningu : aðferðir djassspunanáms yfirfærðar á teikninám
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hverjar eru aðferðir djasspunakennslu og hvernig nýtast þær aðferðir til að læra spunafærni í teikningu? Teikning er aldargamalt fag með ríka kennsluhefð en þótt aðferðirnar séu þrautreyndar og að miklu leiti meitlaðar í stein þá hefur fag af þessu tagi gott af því að skoða aðrar nálganir til að geta þroskast með tímunum. Nýjar nálganir geta komið úr öllum áttum og í þessari ritgerð er skoðaður lærdómur og aðferðir frá allt öðru fagi, djassinum, til að sjá hvernig það passar við teiknifagið. Ritgerðin er listrannsókn þar sem ég held uppi skissubók á meðan ferlinu stendur og kanna hvernig aðferðirnar nýtast mér sjálfum til að bæta spunafærni. Teiknispuna flokka ég sem þá teikningu óháða því sem maður hefur fyrir framan sig og mun ég rannsaka lærdómsferlið í heild sinni með teikningarnar sem rannsóknargögn. Ritgerðin skiptist í tvennt. Fyrri hluti ritgerðarinnar fjallar um fræðilegan bakgrunn spunafærni: Hvernig færni verður ósjálfráð og hluti af innsæinu okkar. Hvernig djassnám setur upp sína spunakennslu sem endar á samantekt aðferðanna í leiðarvísi. Sá leiðarvísir er síðan settur upp með samhengi teiknikennslu í huga. Seinni hluti ritgerðarinnar er listrannsóknin sjálf þar sem rýnt er í teikningarnar og árangur aðferðanna metinn.
    Hefðbundið teikninám kennir nemandanum mjög vel að endurskapa og túlka það sem hann sér en að mínu mati þá sárvantar aðferðir til að kenna nemandanum að teikna án fyrirmyndar. Mitt aðalframlag með þessari ritgerð er að kynna og rökstyðja þessar aðferðir með það að markmiði að breikka og bæta teikninám.
    Meginheimildir ritgerðarinnar eru Daniel Kahneman og tvö hraðakerfi hugsana okkar, Anders Ericsson og mikilvægi æfingarinnar, og síðan viðtal sem ég tók við Sigurð Flosason um aðferðir djasspunanáms.

  • Útdráttur er á ensku

    What are the methods used in jazz music education and how can those methods be used to teach the skill of improvisation in drawing? I define improvisation in drawing to be when you draw something that does not appear in front of you while you are drawing, that is, you are not copying, you are improvising. Drawing is an old discipline with well-established teaching methods. But even if those methods are tried and true there is always room for improvement and experimentation. New methods and approaches can come from anywhere and this thesis explores how a seemingly different discipline, jazz, can teach the drawing discipline some new tricks. This thesis is an Art-based-research with emphasis on a Practice-based approach where I documented how these methods worked in my sketchbook. The drawings became the research materials as well as an art piece. This thesis is in two parts. The first part deals with the theory of improvisation: How skill can become automatic and a part of your intuition. How jazz education approaches teaching improvisation that crystallizes in a guide to improvisation. That guide is then interpreted with drawing as its outcome. The latter part of this thesis concerns the research and its methods where the sketchbook drawings and the improvisational methods are evaluated.
    Traditional drawing education teaches the student very well how to recreate what he sees but, in my opinion, there is a need for methods that teach the student how to draw something without having it in front of him. This thesis is my contribution to make drawing education a more complete subject.
    My main sources are Daniel Kahnemans Thinking Fast and Slow. Anders Ericssons Deliberate Practice and an interview I took with Sigurður Flosason about the structure of jazz education.

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39305


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Spunafaerni_i_teikningu.pdf35.72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna