Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39310
Í þessari ritgerð er fjallað um höfuðborg Íslands, Reykjavík, og hvernig notkun almenningsrýma utandyra er á ársgrundvelli alltaf háð veðurfari. Rakin er, í grófum dráttum, jarðfræðileg og vistfræðileg saga landsins í samhengi við náttúruleg skóglendi og síðar skógrækt. Farið er yfir skilgreiningar fræðimanna á ástandi jarðarinnar með tilliti til hnattrænar hlýnunar og hvað kom okkur á þann stað sem við erum í dag.
Rannsókn við gerð þessarar ritgerðar felst í sögulegri skoðun á stöðu jarðkerfa og tilraunum manna til að hafa áhrif á þau sem og greiningum á tölfræði um íslenskt samfélag og veðurfar borna saman við sambærilega tölfræði frá Bandaríkjunum. Kort gerð af höfundi eru nýtt til að sýna fram á áhrifamátt skógræktar til veðurbóta og einnig hvar möguleika fyrir aukna skógrækt innan borgarmarka er að finna. Öll kortagögn koma frá Landmælingum Íslands. Saga skógræktar er rakin með hjálp bókarinnar Íslandsskógar: Hundrað ára saga en á bakvið útgáfu hennar stendur Skógrækt Ríkisins. Fræðilegar hugleiðingar er varða inngrip mannkynsins í gang jarðkerfa byggja á hugmyndum Christophe Bonneuil og Jean-Baptiste Fressoz sem þeir setja fram í bók sinni The Shock of the Anthropocene.
Niðurstaða ritgerðarinnar er sú slæmt veður á Íslandi er ekki að öllu leyti náttúrulögmál heldur afleiðing skógareyðingar og ágangs mannfólks á náttúruna. Reykjavík er í kjöraðstæðu til að minnka vindstyrk í borginni og á sama tíma auka kolefnisjöfnunargetu jarðvegsins og bæta almenningsrými með gróðursetningu. Mun það efla gagnlega útiveru sem hentugan samgöngukost allt árið um kring og minnka þar með eftirspurn eftir einkabílum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
vignireythorsson_ritgerdBA_2020.pdf | 3.52 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |