is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39319

Titill: 
 • Heildar langásálag hjarta í íslenskum ungmennum og tengsl við blóðþrýsting, líkamsbyggingu og lífsstíl
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Starfsemi vinstri slegils hjartans er að jafnaði metin sem útstreymisbrot. Rannsóknir benda til að álagsmælingar (e. strain analysis) séu næmari aðferð til að greina breytingar sem verða á sleglinum t.d. vegna áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma. Algengast er að mæla heildar langásálag hjartans (HLÁ). Þá er stytting hjartavöðvans mæld eftir langás þess og hefur því neikvætt formerki. Markmið rannsóknarinnar var að lýsa HLÁ gildi Íslendinga á aldrinum 20-21 árs og tengsl þess við slagbilsþrýsting, líkamssamsetningu og lífsstíl.
  Efniviður og aðferðir: Einstaklingum fæddum 1999 sem tóku þátt í þversniðsrannsókn á blóðþrýstingi við 9 – 10 ára aldur árið 2009 var boðin þátttaka í eftirfylgdarrannsókn. Þeir sem þáðu boðið svöruðu spurningalista um lífsstíl, lyfjanotkun og sjúkdómsgreiningar. Þátttakendur gengust undir líkamsskoðun, sólarhringsmælingu á blóðþrýstingi, mælingu á líkamssamsetningu (rafleiðnimælir, TANITA MC-780) og hjartaómun. Mat var lagt á HLÁ vinstri slegils í fjögurra, tveggja og þriggja hólfa myndum. Hækkaður blóðþrýstingur var miðaður við slagbilsþrýsting yfir 120 mmHg við læknisskoðun. Við tölfræðiúrvinnslu voru notuð kí-kvaðrat próf, t-próf, Fisherspróf og línuleg aðhvarfsgreining. Tölfræði var unnin í Rstudio og Excel.
  Niðurstöður: Þátttakendur voru 102. HLÁ þátttakenda var -18,59 (SD, 2,01) %. Konur voru með hærra HLÁ en karlar (p<0,005). Þátttakendur með undirliggjandi sjúkdóma voru með marktækt lægra HLÁ en aðrir þátttakendur (p<0,05). HLÁ var lægra hjá þátttakendum með hækkaðan þrýsting í mælingum við læknisskoðun (p<0,05) og hjá þátttakendum með háþrýsting á næturnar (p<0,02). Þátttakendur með hlutfall mittismáls af hæð >0,5 voru með marktækt lægra HLÁ (p<0,05). Neikvæð fylgni fékkst milli hlutfalls mittismáls af mjaðmamáli og HLÁ (p<0,05).
  Ályktanir: Meðaltal HLÁ gildis í okkar rannsókn er í samræmi við niðurstöður annarra og reyndust karlar vera með lægra HLÁ en konur. Að auki virðist vera neikvætt samband milli HLÁ og slagbilsþrýstings og offitu. HLÁ hefur forspárgildi fyrir hjartasjúkdóma og gefur vísbendingu um starfsemi vinstri slegils. Fáar rannsóknir eru til á HLÁ í þessum aldurshópi og því verður áhugavert að fylgjast með þegar fleiri rannsóknir hafa verið gerðar á sambandi HLÁ við fyrrnefnda þætti.

Samþykkt: 
 • 16.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39319


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing.pdf72.4 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Heildar langásálag í íslenskum ungmennum_Ólöf Hafþórsdóttir.pdf556.21 kBLokaður til...19.06.2022HeildartextiPDF