Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3931
Í þessari lokaritgerð er fjallað um Fitness og Þrekmeistarann. Tilgangur skrifanna var að gera grein fyrir báðum keppnunum á fræðilegan hátt og skoða þjálffræðilegan bakgrunn þeirra. Einnig var markmiðið að bera þær saman til að finna út hver hinn eiginlegi munur væri á þessum tveimur keppnisgreinum. Tilgátan er sú að munurinn liggji í ólíku þjálfunarmynstri og ólíkum og mismunandi áherslum hvorrar greinar fyrir sig. Í Fitness keppa einstaklingar sín á milli um útlitslegan ávinning þjálfunar eða einfaldlega um það hver er með best þjálfaða líkamann. Þar skiptir langmestu máli að vera búinn að þjálfa skrokkinn vel svo hann samsvari sér vel uppi á sviði fyrir framan dómara. Í Þrekmeistaranum er hins vegar keppt við klukkuna og skiptir útlit því ekki máli þar. Þrekmeistarinn snýst um það að vera sem fljótastur í gegnum ákveðnar æfingar sem eru í braut hver á eftir annarri. Fitness er grein sem einkennist mjög af útlitsdýrkun á meðan Þrekmeistarinn einkennist frekar af keppnishörku. Þar sem Fitness einkennist oftar en ekki af vöðvastæltum, vel þjálfuðum líkömum þá er áhorf og umfjöllun oftast talsvert meiri þar en á Þrekmeistaramóti. Samspil þjálfunar og næringarinntöku skiptir talsvert miklu meira máli í fitness þar sem undir lokin þarf árangur erfiðisins og þjálfunarinnar að koma í ljós með því að sýna hversu vel vöðvarnir líta út. Í Þrekmeistaranum skiptir hins vegar mestu máli að vera í keppnisformi sem kemur útlitinu ekkert við og þar liggur helsti munurinn, útlit vöðvanna skiptir nákvæmlega engu máli heldur hvaða vinnu þeir geta framkvæmt og hver styrkur og úthald einstaklingsins er.
Lykilorð: Þrekmeistarinn, fitness.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ritgerd.pdf | 210,27 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |