en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3932

Title: 
 • is Til að fá náttúruna inn í höfuðið, þarf að fara með höfuðið út í náttúruna : úttekt á menntun útiskólakennara á Íslandi og í Noregi
Abstract: 
 • is

  Þessi ritgerð er afrakstur rannsóknar sem gerð var á útiskólakennurum á Íslandi og í Noregi vorið 2009. Alls tóku 26 skólar þátt í rannsókninni, 11 frá Íslandi og 15 frá Noregi. Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hver bakgrunnur þeirra kennara sem taka að sér útikennslu er, með tilliti til menntunar, og bera niðurstöður landanna saman. Mikil aukning hefur verið í útikennslu hér á landi síðustu ár og því var áhugavert að rannsaka hvaða menntun kennararnir hér á landi höfðu og bera hana saman við menntun kennara í Noregi, en útiskólar hafa verið starfræktir þar í landi í fjölda ára.
  Í ritgerðinni er fjallað um það hvað útiskóli er, af hverju velja ætti útiskóla og þeir kostir sem hann getur haft í för með sér fyrir nemendur og kennara kynntir. Hugtökum sem notuð voru í ritgerðinni eru gerð skil og námskenningar nokkurra fræðimanna kynntar. Einnig er að finna umfjöllun um það nám sem í boði er fyrir kennara til að auka menntun sína á sviði útikennslu, annars vegar á Íslandi og hins vegar í Noregi. Vægi útivistar í aðalnámskrám landanna var skoðað og kannað hvaða kröfur aðalnámsskrár gera til nemenda.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að yfir helmingur Íslendinga (54,5%) og þriðjungur Norðmanna (33,3%) hafði sótt námskeið á sviði útiskóla. 18,2% Íslendinga og 46,7% Norðmanna hafði tekið námsleið eða áfanga á háskólastigi en 18,2% Íslendinga og 13,3% Norðmanna hafði lesið bækur um útiskóla. 9,1% Íslendinga og 6,7% Norðmanna sögðust ekki hafa menntun á sviði útiskóla. Kennararnir voru spurðir hvort þeir teldu sig hafa næga þekkingu til þess að kenna úti, en rúmlega helmingur Íslendinga (54,5%) og 86,7% Norðmanna töldu sig hafa næga þekkingu til þess. Langflestum, bæði Norðmönnum og Íslendingum þótti námsframboð ekki nægilegt. Nærri allir kennararnir myndu nýta sér námsefni og/eða námskeið til að auka við þekkingu sína. Þeir Íslandingar sem tóku þátt voru jákvæðari en Norðmennirnir í garð útiskóla en allir þátttakendur töldu foreldra/forráðamenn nemendanna og skólastjórnendur í sínum skólum mjög eða frekar jákvæða í garð útiskólans.
  Lykilorð: Útiskóli, námskenningar, formlegt nám, óformlegt nám, námskrá.

Accepted: 
 • Oct 7, 2009
URI: 
 • is http://hdl.handle.net/1946/3932


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
SKEMMAN-FIXAÐ.pdf916.48 kBOpenHeildartextiPDFView/Open