Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39321
Subjective well-being (SWB) is the most used type of well-being in psychology. SWB relates to how people determine for themselves what they consider a good life. Research indicates that adolescence can be difficult and stressful times, which can negatively affect well-being. Traumas can lead to less well-being but there is also a protective factor, resilience, which can increase well-being. The aim of this study was to examine the relation between subjective well-being, violence, resilience, and gender. Data from Youth in Iceland from 2016, conducted by Icelandic Centre for Social Research & Analysis (ICSRA) was used in this study, with a random sample of 2,165 adolescents. Results showed that victims of violence had a significantly lower SWB than non-victims. Female victims also had lower SWB than male victims. Participants that had high resilience had higher SWB. Males with both low and high resilience, had higher SWB than females. Results also indicate that resilience has a mediating effect on the relationship between SWB and violence. In conclusion, experiencing violence led to lower SWB among participants. However, resilience is a protective factor for participants after experiencing violence.
Keywords: subjective well-being, violence, resilience, adolescents
Huglæg vellíðan er mest notaða skilgreiningin á vellíðan. Huglæg vellíðan mælir hvernig einstaklingur metur sitt eigið líf og hversu ánægður hann er með það. Rannsóknir sýna að unglingsárin geta verið erfiðir og streituvaldandi tímar, sem getur haft áhrif á þeirra vellíðan. Áföll geta leitt til minni vellíðunar, en vernandi þátturinn, seigla, getur aukið vellíðan þeirra. Markmið þessarar rannsóknar var að vekja athygli á sambandinu milli huglægrar vellíðunar, ofbeldis og seiglu. Einnig var kynjamunur skoðaður. Gögn frá rannsókninni Ungt fólk frá 2016 sem framkvæmd var af Rannsókn & Greiningu voru notuð og var slembiúrtak af 2165 þátttakendum notað í þessari rannsókn. Niðurstöður leiddu í ljós að þolendur ofbeldis voru með lægri huglæga vellíðan en þeir sem höfðu ekki upplifað ofbeldi. Stelpur sem voru þolendur ofbeldis voru einnig með lægri huglæga líðan en strákar sem voru þolendur ofbeldis. Þeir þátttakendur sem voru með hærri seiglu voru með hærri huglæga vellíðan. Strákar með bæði lága og mikla seiglu, höfðu hærri huglæga vellíðan en stelpur. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að seigla var miðlunarbreyta í sambandinu milli huglægrar vellíðunar og ofbeldis. Að lokum, að upplifa ofbeldi leiddi til lægri huglægrar vellíðunar fyrir þátttakendur. Hinsvegar hefur seigla verndandi áhrif á huglæga vellíðan eftir ofbeldi.
Lykilorð: huglæg vellíðan, ofbeldi, seigla, ungmenni
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BScthesis,UnnurKaldalons.skemman.pdf | 457.49 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |