is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39325

Titill: 
  • Fylgni afkastamælinga og FIS punktastöðu skíðalandsliða Íslands í alpagreinum og á gönguskíðum árið 2019
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að skoða fylgni milli FIS punktastöðu landsliða Íslands í alpagreinum og á gönguskíðum og afkastamælinga sem keppendur landsliðana tóku þátt í, í ágúst árið 2019. Eðli skíðagreinanna tveggja og líkamlegar kröfur þeirra voru skoðaðar. Þátttakendur úr gönguskíðalandsliði tóku þátt í sjö prófum og þátttakendur í alpagreinalandsliði níu prófum. Þau mældu meðal annars þol, styrk, kraft og vöðvaúthald. FIS punktastaða þátttakenda á árinu 2019 var skoðuð. Notast var við meðaltal af tveimur bestu punktastöðum árins í öllum greinum, tveimur greinum gönguskíða og þremur greinum alpagreina. Greinarnar sem um ræðir eru sprettganga, skíðaganga í lengri vegalengdum, svig, stórsvig og risasvig. Fylgni mældist mest milli hámarks súrefnisupptökuprófs (e.Vo2max) og FIS punkta í lengri vegalengdum meðal karlkyns þátttakenda sem keppa á gönguskíðum, þar var Pearsons fylgnistuðull -0.892. Meðal þátttakenda sem keppa í alpagreinum mældist fylgnin mest á milli FIS punkta í stórsvigi kvenna og útkomu úr FMS prófi, en þar var Pearsons fylgnistuðullin -0,778. Engin marktæk fylgni mældist milli prófanna og FIS punktastöðu þátttakenda í verkefninu.

Samþykkt: 
  • 16.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39325


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-SKÍ-2019.pdf752.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna