is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tölvunarfræðideild / Department of Computer Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39338

Titill: 
 • Stafræn jólatré : hönnun og þróun á notendamiðaðri upplýsingasíðu sem hjálpar notendum að taka upplýstari og umhverfisvænni ákvarðanir
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Loftslagsbreytingar eru áríðandi vandamál. Fæstir eru þó meðvitaðir um orðræðuna í kringum loftlagsmál og hvernig hún hefur áhrif á ákvörðunartöku fólks. Þá vaknar spurningin hvernig best sé að setja fram upplýsingar svo þær hafi jákvæð áhrif á fólk og hvetji það til að taka upplýstar ákvarðanir.
  Eitt slíkt er ferli þátttökuhönnunar (e. co-design). Þátttökuhönnun gengur út að skilgreina sérfræðinga og notendur sem hagsmunaaðila og að hafa báða hópana með í hönnunar- og þróunarferlinu. Úr því ferli verður til notendamiðuð afurð sem hefur þarfir notandans að leiðarljósi. Þessi skýrsla mun því kanna: Hvernig á að hanna og þróa notendamiðaða upplýsingasíðu sem hjálpar notendum að taka upplýstar ákvarðanir?
  Beitt verður aðferðum ferlis athugunar (e. case study) til þess að fást við rannsóknarspurninguna. Verkefnið fólst í að búa til upplýsingasíðuna „Stafræn jólatré“, sem fræðir notendur um af hverju íslensk jólatré séu besti valkosturinn með tilliti til loftslagsáhrifa þegar kemur að því að velja sér jólatré
  Útfærð var rannsókn á því hvernig er best að hanna og þróa notendamiðaða upplýsingasíðu sem hjálpar notendum að taka upplýstar og umhverfisvænni ákvarðanir. Afurðin af þessari rannsókn var upplýsingasíða um jólatré sem unnin var eftir þátttökuhönnunar ferlum en reyndist hún góð ferlis athugun, þar sem hún sýndi fram mikilvægi þess að hafa notendamiðað viðmót til að miðla upplýsingum um áhrif hversdagslegra athafna og áhrif þeirra á loftslagið.

Samþykkt: 
 • 16.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39338


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
stafraen_jolatre_alexandra_dilja_og_arna_rut.pdf10.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna