en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3933

Title: 
  • Title is in Icelandic Íþróttaálfurinn í Latabæ : rannsókn á hver hugmyndafræði íþróttaálfsins er hvað varðar hreyfingu leikskólabarna
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð verður fjallað um hver hugmyndafræði íþróttaálfsins er hvað varðar hreyfingu leikskólabarna og hvort að hugmyndafræði íþróttaálfsins hvetji leikskólabörn til hreyfingar. Einnig verður komið inn á mikilvægi þess að miðla boðskap um heilbrigðan lífstíl til barna á leikskólaaldri. Í fræðilegum hluta rannsóknarinnar er fjallað almennt um heilsufar Íslendinga og þau heilsufarsvandamál sem tengjast lifnaðarháttum fólks líkt og ofþyngd og hreyfingarleysi. Einnig verður fjallað um hreyfingu barna, hreyfingarleysi barna og ávinning hreyfingar barna. Miklar þjóðfélagsbreytingar hafa orðið á síðustu árum sem hefur áhrif á hreyfingarmynstur barna og valdið því að kyrrseta þeirra hefur aukist. Í kjölfar þessara þjóðfélagsbreytinga hefur tíðni ofþyngdar barna aukist en hún er talin vera eitt algengasta heilsufarsvandamál meðal vestrænna þjóða. Mikil umfjöllun hefur verið um hvernig hægt sé að draga úr þróun ofþyngdar barna og hvernig hægt er að stuðla að heilbrigðum lífstíl meðal barna. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hver hugmyndafræði íþróttaálfsins væri hvað varðar hreyfingu leikskólabarna og að sýna fram á mikilvægi þess að heilbrigðar fyrirmyndir barna séu til staðar í þjóðfélaginu. Megin niðurstöður rannsóknarinnar eru að hugmyndafræði íþróttaálfsins hvetur leikskólabörn til hreyfingar vegna þess að hugmyndafræðin er skýr og inniheldur boðskap um heilbrigðan lífstíl barna. Mikilvægi þessarar rannsóknar er ótvíræð þar sem hún hvetur til áframhaldandi og viðameiri rannsóknarvinnu á þessu sviði. Niðurstöðurnar gefa til kynna að íþróttaálfurinn hvetji börn til hreyfingar og hollra lífshátta og að fyrirmyndir líkt og íþróttaálfurinn eru nauðsynlegar í nútíma samfélagi.
    Lykilorð: Íþróttaálfurinn.

Accepted: 
  • Oct 7, 2009
URI: 
  • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/3933


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Íþróttaálfurinn.pdf415.96 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Forsíða og titilsíða.pdf62.71 kBOpenForsíða og titilsíðaPDFView/Open