is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3934

Titill: 
 • Þarfagreining fyrir íþróttamót í framhaldsskólum : íþróttavakning í framhaldsskólum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknar var að komast að því hvers konar íþróttamót og hvaða íþróttagreinar vekja áhuga framhaldsskólanema til þátttöku á framhaldsskólamóti. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð með spurningalista sem lagður var fyrir 4419 nema í fimm framhaldsskólum og svöruðu 693 nemendur.
  Helstu niðurstöður voru eftirfarandi: þær stelpur sem svöruðu og æfa hjá íþróttafélagi höfðu mestan áhuga á því að taka þátt í eftirfarandi greinum: knattspyrnu 47%, dansi 35% og handbolta 30%. Strákar sem svöruðu og æfa hjá íþróttafélagi höfðu mestan áhuga á þátttöku í eftirfarandi greinum: knattspyrnu 60%, handbolta 44% og körfubolta 33%. Einnig sýndu niðurstöður að þær stelpur sem svöruðu og æfa ekki hjá íþróttafélagi höfðu mestan áhuga á dansi 39%, knattspyrnu 31% og badminton 24%. Þeir strákar sem svöruðu og æfa ekki hjá íþróttafélagi höfðu mestan áhuga á knattspyrnu 44%, badminton 23% og handbolta 22%. Þær stelpur sem svöruðu og æfa utan skólaíþrótta og íþróttafélags höfðu mestan áhuga á dansi 39%, knattspyrnu 36% og handbolta 29%. Þeir strákar sem svöruðu og æfa utan skólaíþrótta og íþróttafélags höfðu mestan áhuga á knattspyrnu 57%, handbolta 37% og borðtennis 22%. Þær stelpur sem svöruðu og hreyfa sig ekki höfðu mestan áhuga á knattspyrnu 41%, dansi 34% og fimleikum 25%. Þeir strákar sem svöruðu og hreyfa sig ekki höfðu mestan áhuga á knattspyrnu 41%, badminton 28% og handbolta 28%.
  Niðurstöður sýndu einnig að mót þar sem hver skóli sendir eitt lið af hvoru kyni til að keppa í hverri grein höfðar til 63% stráka sem æfa með íþróttafélagi, 46% stráka sem æfa ekki með íþróttafélagi, 57% stráka sem hreyfa sig utan skólaíþrótta og íþróttafélags og 52% stráka sem hreyfa sig ekki.
  Einnig höfðar þessi uppsetning til 56% stelpna en aftur á móti höfðar mót, þar sem engin keppni er, til 61% stelpna sem æfa ekki með íþróttafélagi, 54% stelpna sem hreyfa sig utan skólaíþrótta og íþróttafélags og til 53% stelpna sem hreyfa sig ekki.
  Helstu ályktanir eru þær að mót með núverandi sniði er ekki líklegt til þess að auka áhuga framhaldsskólanema til þátttöku í framhaldsskólamóti sem byggist upp á keppni í hefðbundnum keppnisgreinum. Flestir framhaldsskólanemar stunda hreyfingu sem fellur ekki í þann flokk og því ekkert í boði sem höfðar til þeirra sem og þeirra sem ekkert hreyfa sig. Einungis tvær af fimm íþróttagreinum sem keppt er í á mótinu höfða til framhaldsskólanema. Því er mikilvægt að auka fjölbreytni, bæta við þeim greinum sem þau hafa áhuga á og þar með auka þátttöku.

Samþykkt: 
 • 7.10.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3934


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lum_fixed.pdf469.16 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
pa_fixed.pdf123.41 kBOpinnKápa og titilsíðaPDFSkoða/Opna