en English is Íslenska

Thesis (Master's)

Reykjavík University > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/39363

Title: 
  • Title is in Icelandic Stöðugar umbætur : undirbúningur, hvatning, forysta
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ágrip
    Heilbrigðisstofnanir vinna markvisst með hugtakið stöðugar umbætur. Með því er ætlað greina innviði heilbrigðisstofnana, auka skilvirkni og koma í veg fyrir sóun með það að markmiði að spara fjármagn og bæta þjónustu sjúklinga. Tilgangur verkefnisins er að rannsaka hver reynsla heilbrigðisstarfsmanna er af innleiðingu á nýju verklagi í tengslum við stöðugar umbætur og að viðhalda nýju verklagi og kanna sérstaklega hvert er vægi samskipta og menningar í því ferli. Gerð var eigindleg rannsókn og gagna aflað með viðtölum þar sem leitast var við að kalla fram upplifun og viðhorf viðmælanda. Niðurstöður leiddu í ljós að viðmælendur hafa upplifað að ekki er nógu vel staðið að innleiðingu nýrra verkferla. Vísbendingar koma fram um að starfsmenn eru ekki hafðir með í ráðum þegar undirbúningsferlið er í gangi og þykir þeim pottur víða brotinn í innleiðingarferlinu. Niðurstöður eru skoðaðar í ljósi stöðu þekkingar um stöðugar umbætur, vinnustaðamenningu, forystu og teymi. Höfundur metur svo að áhugavert væri að skoða rannsóknarefnið frekar.

Accepted: 
  • Jun 21, 2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39363


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Stöðugar umbætur - Anna María Sighvatsdóttir.pdf1.23 MBOpenComplete TextPDFView/Open