is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39365

Titill: 
  • Hún (ég) á orðið - Hvað gerum við til að fylla tómið?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ég hef þær sterku skoðanir að skrifa BA ritgerðina mína í bleiku; afhverju ekki? Ég er nú að útskrifast úr Listaháskóla, þar sem okkur er kennt að sagnir finnast í öllu. Þar fyrir utan er ég lesblind svo þetta er fínt fyrir mig. Ég man alltaf eftir því að fá prófblöðin mín í litum en ég fékk þau aldrei í bleiku sem var leiðinlegt því bleikur er uppáhladsliturinn minn! Ég er heldur ekki að reyna vera formleg í þessari ritgerð. Hún verður bara torskilin og asnaleg ef ég fer að reyna það. Ég vil að ritgerðin sé skiljanleg, ekki eins og textar Andre Lepecki og fáránlegu lönguvitleysurnar hans. Ég hef verið að rannsaka hljóð og þögn í þessu ferli. Ég mun koma inn á mannleg samskipti og hvernig við mannfólkið tjáum okkur. Í tilraunaskyni til að reyna að skilja merkingu og umfang hljóðs og þagnar, notaðist ég við hljónema. Hljóðneminn varpar bæði ljósi á samskipti fólks og hvernig hljóð og þögn verða að einu. Þarf alltaf að fylla þögnina með orðum og hljóðum? Þögnin er jú annað tjáningaform. Við tölum mikið en segjum ekki neitt. „You start a conversation you can't even finish it. You're talking a lot, but you're not saying anything When I have nothing to say, my lips are sealed Say something once, why say it again?“2 Hvað gerum við til að fylla tómið? Út frá slíkum vangaveltum hef ég rannsakað hvernig hægt er að búa til hljóð úr þögn. Af hverju er orðið hljóð, í íslenskri tungu, bæði notað um þögn og eitthvað sem heyrist í? Hvernig er hægt að skilja án orða? Án samskipta? Eru samskipti til án orða? Ég mun koma til með að tala um ferlið mitt og upplifun á þessari rannsókn. Hvaða fræði ég notaði og hvaðan innblásturinn kom. Hvernig varð verkið til og af hverju ég valdi vinna með hljóð, þögn og samskipti. Verkið Hún (ég) á orðið saman stendur af eftirvæntingu, forvitni og rannsóknarferli flytjanda: Ussh, ég er að reyna hlusta, ertu að hlusta....? Ég á orðið núna. Orðið er mitt, ég á það... EKKI ÞÚ! Heyrðiru það sem ég sagði? Nei, ég segi bara svona.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 21.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39365


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hún (ég) á orðið.pdf300.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
PR.pdf11.12 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna