is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39366

Titill: 
  • KÁM - Þeir síðustu verða fyrstir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • KÁM – Þeir síðustu verða fyrstir
    Höfundur: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, útskriftarverkefni af sviðshöfundabraut júní 2021.
    Leiklestur: Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona.
    Upptaka: https://vimeo.com/562817469
    Ágrip:
    Kolbrún Dögg er þekkt fyrir gjörninga og aktivisma á jaðrinum en rúllar hér upp sínu fyrsta leikverki inn á miðjuna. Árið 1972 kom hún í heiminn, sleit barnskónum í Hafnarfirði og segir oft i glætan. Kolbrún er listamaður sem spinnur oft verk úr eigin angist og kvöl annara. Skapar til að lifa, gefa, hreyfa við, tengjast öðrum og leitast við að miðla hinu ósýnilega. Kolbrún er allt og ekkert. Hún er gestur í þínu hjarta, hestur og tré, áfall á glugga - dropinn sem holar steininn.
    Um verkið:
    Verkið er sjálfsævisögulegt skáldverk og gefur innsýn í heim stúlku sem ákveður taka þátt í skólahlaupi – stíginn sem allir þurfa að hlaupa. Ef hún fær lánaða strigaskó getur hún þá hlaupið hraðar? Hún blæs sápukúlur og speglar sig. Þær svífa upp í himininn áður en þær springa. Brot úr lífshlaupi konu, um leyndarmál og skömm, martraðir og lygar, stiga og klifur, ótta og sigur.
    Ég hleyp. Keppnin er ekki búin fyrr en sá síðasti kemur í mark. Ég vil ekki vera síðust, engin man eftir þeim.

    Þakkir: Karl Ágúst Þorbergsson og Hafliði Arngrímsson, leiðbeinendur. Björg Steinunn Gunnarsdóttir (plakat). Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Feitasti bekkurinn.

Athugasemdir: 
  • Útskriftarverk, upptaka af leikverki Kolbrúnar Daggar Kristjánsdóttur, flutt 11.júní 2021 í fyrirlestrasal Sviðslistadeildar LHÍ.
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 21.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39366


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KÁM_Þeir_síðustu_verða_fyrstir_upptaka_11_juní_2021.pdf92,95 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna