is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3937

Titill: 
  • Lánshæfismatsfyrirtæki. Hvaða þættir ákvarða lánshæfismat ríkja?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um lánshæfismatsfyrirtæki með áherslu á starfsemi þeirra sem snýr að lánshæfismati ríkja. Í rannsókn ritgerðarinnar er leitast við að rannsaka hvort mögulegt sé að útskýra með ákveðnum fjölda þátta hvernig matsfyrirtækin Fitch, Moody´s og S&P komast að niðurstöðu sinni um mat á lánshæfi einstakra ríkja.
    Fræðilegi hluti ritgerðarinnar skiptist í fjóra meginkafla. Þar er m.a. fjallað um af hverju þörf sé fyrir lánshæfismatsfyrirtæki, upphaf og þróun á starfsemi þeirra og helstu gagnrýni sem starfshættir þeirra hafa legið undir. Því næst beinist umfjöllunin að lánshæfismati ríkja og farið er yfir nokkrar sögulegar staðreyndir hvað það varðar. Jafnframt eru lánshæfiseinkunnir útskýrðar og í framhaldi er samband þeirra og vanskila skoðað. Nokkuð ítarleg umfjöllun er um aðferðafræði matsfyrirtækjanna þriggja við mat á lánshæfi ríkja og í lok hennar er samantekt sem ætti að gefa hugmynd um af hverju ákveðnir þættir eru teknir fyrir en ekki aðrir í rannsókninni. Í lok fræðilega hlutans er sérstökum sjónum beint að lánshæfismati íslenska ríkissjóðsins og þróun þess rakin frá upphafi.
    Rannóknin kemur fyrir í fimmta kafla. Þar sem fleiri en einn þáttur hefur áhrif á lánshæfismat ríkja er beitt margvíðri línulegri aðhvarfsgreiningu, þar sem háða breytan er lánshæfiseinkunn ríkja í erlendri mynt og óháðu breyturnar eru hugsanlegir ákvörðunarþættir hennar. Út frá umfjöllun matsfyrirtækjanna um helstu forsendur sem þau leggja til grundvallar við slíkt mat má sjá að það eru fáir þættir af efnahagslegum og stjórnmálalegum toga, eða þeim sem snúa að þjóðfélagsgerð, undanskildir. Meginniðurstöður rannsóknarinnar sýna þó fram á að hægt sé að útskýra lánshæfiseinkunn ríkja að verulegu leyti með tólf breytum. Þær breytur sem hafa jákvæð áhrif á lánshæfiseinkunn eru þær sem gefa m.a. vísbendingu um þróunarstig og framþróun ríkja í efnahagsmálum, lífskjör íbúa, sveigjanleika og fjölbreytileika hagkerfa og vilja stjórnvalda að standa við gerða samninga. Þær breytur sem hafa neikvæð áhrif eru þær sem gefa vísbendingu um óstöðugleika í efnahagsmálum og skuldabyrði. Jafnframt leiddu niðurstöður í ljós að lánshæfismat Íslands hvíli að miklu leyti á þróunarstigi þess í efnahagsmálum, lífskjörum íbúa og að áhættan af stjórnmálalegum toga er lítil. Það sem stendur lánshæfismati Íslands sérstaklega fyrir þrifum er smæð hagkerfisins og þættir sem snúa að ytri skilyrðum þjóðarbúsins.

Samþykkt: 
  • 7.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3937


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kja_fixed.pdf1.23 MBLokaðurHeildartextiPDF