is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3939

Titill: 
  • Menntun frjálsíþróttaþjálfara á Íslandi : hvernig er henni háttað og hvað mætti betur fara?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna menntun frjálsíþróttaþjálfara á Íslandi, sem og að athuga hvað það væri sem þjálfurunum fannst vanta í sambandi við framboð þjálfunarnámskeiða í frjálsum íþróttum og skipulagningu þeirra. Í úrtaki voru 60 frjálsíþróttaþjálfarar úr öllum landshlutum á Íslandi og voru 22 karlar og 12 konur sem svöruðu, sem samsvarar 57% svörun. Þátttakendur fengu sendan tölvupóst með spurningalista sem þeim var gert að svara og senda svo til baka til rannsakanda. Helstu niðurstöður voru þær að 74% þátttakenda hafði tekið þjálfaranámskeið hjá FRÍ eða ÍSÍ. Um 18% þátttakenda fannst vera nægt framboð af þjálfaranámskeiðum og 74% fannst framboðið ekki vera nægjanlegt. Það voru svo um 70% sem fannst eitthvað vanta í sambandi við námskeiðin en aðeins 15% sem voru sáttir við málin eins og þau voru. Af því má áætla að bjóða þurfi upp á fleiri og skipulagðari þjálfaranámskeið hér á landi til þess að sem flestir þjálfarar í frjálsum íþróttum séu vel menntaðir og hafi þekkingu á því sem þeir eru að kenna öðrum.

Samþykkt: 
  • 7.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3939


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heildin_fixed.pdf370.65 kBLokaðurHeildinPDF
forsíða, ágrip, efnisyfirlit og viðauki_fixed.pdf190.54 kBOpinnForsíða, ágrip, efnisyfirlit og viðaukiPDFSkoða/Opna