en English is Íslenska

Thesis (Undergraduate diploma)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/39395

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif stærðar myndsvæðis (dFOV) á myndgæði í tölvusneiðmyndun (CT)
Degree: 
  • Undergraduate diploma
Keywords: 
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Myndgæði í tölvusneiðmyndun (CT) hafa batnað mikið. CT tæki eru nú að ná að greina í sundur 0,25 mm atriði. Myndir sem tölvan reiknar út eru þó almennt 512*512 dílar (pixels) og stærð dílanna gæti verið takmarkandi þáttur á upplausn. Markmið rannsóknarinnar var að mæla hvort og þá hversu mikið má bæta hana með því að minnka stærð myndsvæðis (dFOV) sem tölvan reiknar myndirnar úr og skoða hvernig það getur nýst.
    Geislalíkanið CATPHAN 604 var myndað í Aquilion LB og Aquilion ONE / GENESIS Edition með 220 og 330 mA lampastraum og fundin línuupplausn (linear resolution) og einnig kontrastupplausn (contrast resolution) og suð. Hrágögnin (raw data) sem urðu til voru unnin í mismunandi stillingum, dFOV var 300 eða 150 mm.
    Aquilion ONE / GENESIS Edition var með betri frammistöðu en svipað mynstur á frammistöðu var hjá tækjunum eftir stillingum. Línuupplausn var 4-6 lp/cm betri með 150 mm dFOV þegar notaður var hentugri skarpur filter FC80. Í Aquilion ONE / GENESIS Edition með 330 mA hækkaði hún úr 9 lp/cm í 15 lp/cm. Hærra mA gildi hækkaði línuupplausn ekki um meira en 1 lp/cm. Með minna dFOV var lítil breyting á kontrastupplausn en suð jókst en að litlu leyti. Filterinn FC50 og hærra mA gildi voru betri fyrir kontrastupplausn og suð. Stillingarnar í rannsókninni miðuðu meira við línuupplausn og með þeim voru almennt gildi fyrir kontrastupplausn og suð ekki góð.
    Minna dFOV leyfir að bæta línuupplausn. Það getur nýst ef það þarf að greina í sundur smágerða hluti. Aðrir þættir verða aftur á móti verri. Auk þess eru líkur á að missa af einhverju fyrir utan.

Accepted: 
  • Jun 22, 2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39395


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ct_fov-ilya_tverskoy.pdf1.26 MBOpenComplete TextPDFView/Open
yfirlysing.PDF304.19 kBLockedDeclaration of AccessPDF