Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39400
Arðsemisgreiningar (e. Financial Feasibility Assessments) eru mikilvægur þáttur í fjárfestingarferli fyrirtækja til þess að aðstoða við að taka meðvitaða ákvörðun um hvort fjárfesting verði gerð. Núvirðisaðferð (e. net present value method) er algengasta aðferðin notuð við arðsemisgreiningar til að meta hvort tiltekin fjárfesting muni búa til virði fyrir fyrirtækið, þar sem ráðist er í fjárfestingu ef áætlað er að hún skili jákvæðu nettó núvirði.
Skylduverkefni eru fjárfestingar sem fyrirtæki eru skyldug að taka að sér, óháð nettó núvirði. Í þessari ritgerð verða aðferðir kynntar sem gætu mögulega gefið innsýn í virði sveigjanleika við fjárfestingu skylduverkefna. Fyrirtæki í opinberri eigu sem bundin eru lögum að veita ákveðna þjónustu standa oft frammi fyrir skylduverkefnum, þar sem núvirðisaðferðin gefur ekki innsýn í valkosti fyrirtækisins varðandi fjárfestinguna. Í þessari ritgerð verða valréttir (e. Options) kynntir með því markmiði að ákvarða hvort raunvilnanir (e. Real Options) geti veitt innsýn í sveigjanleika skylduverkefna og mögulega aukið verðmæti þeirra. Einnig verður fjallað um næmnigreiningu (e. Sensitivity Analaysis) þar sem skoðað er hvernig hægt sé að bera kennsl á áhrif óvissuþátta á fjárfestingar með því markmiði að ná betri stjórn á skylduverkefnum.
Þessi ritgerð er gerð í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Orkuveitan þarf að taka að sér skylduverkefni vegna þjónustunnar sem hún veitir. Í dag hefur Orkuveitan ekki komið á fót stöðluðu ferli til að reiða sig á við arðsemisgreiningar skylduverkefna. Þar af leiðandi verða aðferðir eins og næmnigreiningar og raunvilnanir kynntar í þessari ritgerð með því markmiði að ákvarða hvort Orkuveitan geti innleitt þessar aðferðir við arðsemisgreiningar á skylduverkefnum. Næmnigreiningu og raunvilnunum verður beitt á skylduverkefni sem útvegað var af Fjármáladeild Orkuveitunnar til að sýna notkun aðferðanna og mögulega hagkvæmni.
Lykilorð: Skylduverkefni, Arðsemisgreining, Núvirðisaðferð, Valréttir, Raunvilnanir, Næmnigreining
Financial feasibility assessments are widely used tools in the investment analysis process, providing insight into whether an investment opportunity might add value to the firm. The net present value (NPV) is the most common financial feasibility assessment method as if an investment is estimated to generate positive NPV, the investment will most likely be undertaken. However, the disadvantage of relying on the NPV is that the method does not account for investment flexibility.
Mandatory investments are projects that firms are obligated to undertake, regardless of the NPV. In this thesis, mandatory investments will be analysed, and methods introduced that might provide more flexibility than the NPV. Publicly owned firms that are bound by law to provide a certain service are often faced with mandatory investments. Constructing a standard financial feasibility assessment using the NPV method does not provide insight into the firm’s options when analysing mandatory investments. In this thesis real options valuation will be introduced to determine if real options can provide flexibility in mandatory investments that the NPV does not account for. Sensitivity analysis will be discussed as well in this thesis, where factors of uncertainty are important to identify to gain more control over investments.
This thesis is done in cooperation with Orkuveita Reykjavíkur to analyse how mandatory investments can be approached differently than just estimating the NPV. Today, Orkuveitan has not established a standard process to rely on when analysing mandatory investments. Therefore, methodologies will be introduced and analysed in this thesis, determining if Orkuveitan can rely on other methods that provide information regarding investment flexibility. Orkuveitan‘s financial department provided a case study to analyse a mandatory investment where real options valuation and sensitivity analysis will be applied with the objective to estimate if Orkuveitan could implement these methods to determine value in flexibility.
Keywords: Mandatory investments, Financial feasibility assessment, Net present value, Financial options, Real options valuation, Sensitivity analysis
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Financial Feasibility Assessment for Mandatory Investments.pdf | 2,19 MB | Lokaður til...01.07.2135 | Heildartexti | ||
eddavalbeidni.pdf | 508,75 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |