Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39416
Vinnustofur sem tæki til þess að leysa flóknar áskoranir, til samstillingar eða ákvarðanatöku eru nýttar í sífellt meira mæli af skipulagsheildum. Rannsóknin miðar að því að kortleggja það virði sem stjórnendur sjá í því að nýta vinnustofur í þeim tilgangi og hvað þau telja góðan árangur í vinnustofu. Rannsóknin miðar einnig að því að gera þá vinnu, þá hæfni og þær aðferðir sem auðveldara sem hanna og leiða vinnustofur þurfa að nýta og búa yfir sýnilega. Sú innsýn sem fæst úr rannsókninni nýtist til þess að gera þessa þætti sýnilegri og áþreifanlega.
Helstu þemu sem birtast í rannsókninni, með tilliti til rannsóknarspurningarinnar eru samskipti, sálrænt öryggi, þátttaka og skýrleiki. Það virði og sá árangur sem beiting vinnustofa skapar verður sýnilegt í þessum fjórum þemum og í niðurstöðum eru lögð fram líkön sem kortleggja þarfir stjórnenda og þátttakenda, virði og árangur vinnustofa sem tæki til að beita við úrlausn flókinna áskoranna eða ákvörðunartöku.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kápa2.pdf | 2.35 MB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
Ég veit hvað og hvers vegna, hjálpaðu mér með hvernig.pdf | 2.24 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |