is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39417

Titill: 
  • Áhrif safnastefnu : rannsókn á því hvernig safnastefna á sviði menningarminja hefur nýst íslenskum söfnum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Safnastefna á sviði menningarminja var gefin út árið 2017 af Þjóðminjasafni Íslands. Stefnunni er ætlað að vera leiðarljós fyrir starfsemi menningarminjasafna í landinu og stuðla að fagmennsku og framgangi safnastarfs. Stefnan skiptist í sex markmið. Skilgreindar eru leiðir að hverju markmiði og greint er frá dæmum um vel heppnuð verkefni sem styðja við markmiðin.
    Rannsókn þessi miðar að því að kanna hvernig Safnastefna á sviði menningarminja hefur nýst söfnum landsins. Gerð var könnun meðal safnstjóra menningarminjasafna. Spurt var út í tvo þætti; annars vegar samband milli verkefna safnsins og markmiðanna sex sem sett eru fram í stefnunni, hins vegar ýmsa hvetjandi og hamlandi þætti sem hafa áhrif á starfsemi safna.
    Niðurstöðurnar sýna að menningarminjasöfn á Íslandi vinna að því að ná marmiðum Safnastefnu á sviði menningarminja og nota til þess fjölbreyttar leiðir. Svörin benda til þess að söfnin velji sér áherslur og leiðir sem henta hverjum stað sem er í samræmi við hugmyndafræði stefnunnar. Aftur á móti nýta fáir sér fyrirmyndir að verkefnum. Í ljós komu ýmsir hamlandi þættir við innleiðingu stefnunnar, svo sem skortur á fjármagni, takmarkaður mannauður, ónóg kynning stefnunnar og skortur á eignarhaldstilfinningu. Hvetjandi þætti má aftur á móti finna í menningu og fjármögnun safnasjóðs á verkefnum sem styðja við markmið stefunnar. Rannsóknin vakti upp nýjar spurningar, meðal annars hvers vegna ekki fleiri söfn vinna að markmiðinu sem fjallar um sjálfbærni.

Samþykkt: 
  • 23.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39417


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif safnastefnu.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna