is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39432

Titill: 
  • Fjarnám til framtíðar? : upplifun nemenda og kennara af fjarkennslu í MPM náminu við Háskólann í Reykjavík
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kórónuveirufaraldurinn Covid-19 hafði gríðarlegar breytingar í för með sér, ekki aðeins í atvinnulífinu heldur einnig í menntasamfélaginu. Háskólar hafa þurft að aðlaga hefðbundnar kennsluaðferðir yfir á stafrænt form til að leysa þær takmarkanir sem faraldurinn hefur sett. Hin raunverulega áskorun snýr þó að hjarta allrar kennslu, hvernig kennurum tekst að koma námsefni til skila í gegnum netið án þess að draga úr gæðum kennslu og upplifun nemenda.
    Í þessari rannsókn er reynt að komast að því hvað vel tókst til og hvað mátti betur fara við fjarkennslu í MPM náminu við Háskólann í Reykjavík. Með samblandi af eigindlegri og megindlegri rannsókn verður einnig leitast við að skoða upplifun nemenda og kennara og hvort að fjarnám geti hugsanlega spilað stærra hlutverk í framtíðarskipulagi MPM námsins.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að meirihluti þátttakenda taldi að MPM námið gæti að hluta til verið kennt í fjarnámi en það þurfi að koma til móts við þörf nemenda fyrir meiri samveru og samskipti. Kennarar fundu fyrir auknu álagi og söknuðu einnig þessara umræðna sem verða til í kennslustofu. Að þessu þarf að huga ásamt þáttum eins og stuðningi við kennara, tæknimálum og upplýsingagjöf til að tryggja skilvirka fjarkennslu og jákvæða upplifun.

Samþykkt: 
  • 23.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39432


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Þóru Kristínar Pálsdóttur.pdf772.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna