is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39460

Titill: 
 • Titill er á ensku Automating make-to-order production planning for a pharmaceutical company
 • Sjálfvirknivæðing á gerð framleiðsluáætlunar fyrir lyfjafyrirtæki
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Framleiðsluiðnaðurinn er síbreytilegur og samkeppnin mikil. Ferlið við áætlanagerð er flókið, oft á tíðum mjög tímafrekt og inniheldur mikla handavinnu. Sjálfvirknivæðing á reglubundnum, síendurteknum ferlum eins og gerð framleiðsluáætlunar hefur rutt sér til rúms á undanförnum árum. Helstu markmið með sjálfvirknivæðingu eru að lágmarka handavinnu, minnka villuhættu og gera starfsfólki kleift að sinna virðisaukandi verkefnum. Þetta verkefni er unnið í samstarfi með Coriphama, lyfjafyrirtæki staðsettu á Íslandi, ásamt Rhino Solutions sem þróa og hýsa framleiðsluáætlunarkerfi sem er í notkun hjá Coripharma. Viðfangsefni verkefnisins er sjálfvirknivæðing á ferlinu við gerð framleiðsluáætlana hjá Coripharma. Núverandi ferli er handvirkt innan framleiðsluáætlunarkerfisins og er mjög tímafrekt. Markmiðið er að þróa reiknirit til þess að bæta og sjálfvirknivæða þetta ferli að hluta til. Reiknirit byggt á einföldum forgangs- og röðunarreglum er þróað og notað til þess að útbúa framleiðsluáætlun og niðurstöður þess greindar. Rannsóknarspurningunni sem verður svarað er:
  „Er mögulegt að þróa tól til þess að útbúa framleiðsluáætlun, sem uppfyllir allar skorður, á sjálfvirkan máta?“ Niðurstöður gefa til kynna að vel sé hægt að nota reglubundið reiknirit til þess að útbúa fullnægjandi grunn að framleiðsluáætlun. Áætlunin sem er sett fram er grunnur af framleiðsluáætlun sem má aðlaga og breyta á auðveldan hátt innan framleiðsluáætlunarkerfisins.

 • Útdráttur er á ensku

  The production industry is known to be highly competitive and constantly changing. Establishing an effective production schedule is often a time-consuming and highly manual task. In recent years there has been an increasing demand for automation of rule-based, repetitive tasks such as production scheduling, with the aim of minimizing the manual work necessary and enabling employees to focus on value-adding tasks. The work of this thesis is done in cooperation with the European pharmaceutical company Coripharma and Rhino Solutions, a company that develops a production planning software that Coripharma utilizes. The main subject of the thesis is a real-world planning and scheduling problem originating from Coripharma. The current production planning process at the company is mainly manual in the interactive production planning software provided by Rhino Solutions. The goal is to construct an algorithm to improve and partly automate the process of production scheduling at the company. A heuristic algorithm based on simple priority and sequencing rules is developed to establish a campaign-based production plan and the results analyzed. The research question that will be answered is: "Can a tool be developed to automatically generate campaign-based production plans while fulfilling all constraints?“ The results indicate that it is possible to use a heuristic algorithm to establish solutions of sufficient quality for the case provided. The campaign plan generated in this thesis provides a good base plan to input into the production planning software.

Samþykkt: 
 • 24.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39460


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Automating Make-to-Order Production Planning for a Pharmaceutical Company.pdf2.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna