is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39473

Titill: 
  • Hlutabréfamarkaðir : samanburður á verðmætaaukningu Kauphallarinnar í New York og Kauphallarinnar á Íslandi : Ætti almennur íslenskur fjárfestir að fjárfesta á bandaríska markaðnum fremur en þeim íslenska?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessa rannsóknarverkefnis var að varpa ljósi á hvort almennur íslenskur fjárfestir ætti að fjárfesta á bandaríska markaðnum fremur en þeim íslenska. Rannsókninni er ætlað að auka skilning hins almenna fjárfestis á helstu kostum og göllum markaðanna beggja þannig að hann geti gert sér grein fyrir helstu fjárfestingarmöguleikum á hlutabréfamörkuðunum. Við rannsóknina var bæði notuð megindleg og eigindleg aðferðafræði. Unnið var með fyrirliggjandi gögn sem voru að mestu sótt í rafræn gagnasöfn í þeim tilgangi að skoða ýmsa þætti hlutabréfaviðskipta og þeirra fjölmörgu áhrifaþátta sem taka þarf tillit til. Eigindlegum gögnum var safnað með viðtölum við sex einstaklinga sem tengjast viðskiptalífinu og fjármálastarfsemi hér á landi og hafa ólíka reynslu af hlutabréfaviðskiptum og öðrum nálgunum á markaðina. Niðurstöður voru fengnar með samanburði á einstökum hlutabréfum hérlendis við erlend hlutabréf á sambærilegum vettvangi viðskiptalífsins. Inn í þær niðurstöður fléttuðust niðurstöður úr þeim viðtölum sem tekin voru en þau vörpuðu ljósi á hugmyndafræðina á bakvið hlutabréfaviðskipti á Íslandi sem og erlendis. Niðurstöður gefa sterkar vísbendingar um að það sé góður kostur fyrir almennan fjárfesti að fara út fyrir landsteinana og fjárfesta í bandaríska markaðnum þegar tekið er mið af ávöxtun félaga og styrkleika hlutabréfanna. Hins vegar var íslenski markaðurinn álíka ábótasamur árið 2020 samanborið við þann bandaríska.

Samþykkt: 
  • 24.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39473


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak Bsc ritgerð - Arnar Þor og Sigurjon.pdf3.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna